Skautahöllin í Laugardal býður upp á skemmtilega stemningu á aðventunni og fram yfir áramót, jólatré er á miðju svellinu og jólalögin hljóma. Það er því tilvalið fyrir fjölskylduna að njóta skemmtilegra stunda saman á aðventunni og skella sér á skauta í höllinni.
Skautahöllin er fyrir alla og mjög vinsælt er að halda barnaafmæli þar, auk þess sem jólaball er haldið um miðjan desember. Æfingar fyrir börn og unglinga eru á vegum Skautafélags Reykjavíkur.
Jólaball
Þann 15. desember er jólaball í Skautahöllinni, en það er samstarf Skautahallarinnar og Skautafélagsins. Ballið er frá kl. 16.30-19.00 og kostar 1.500 kr. inn.
Afmæli
Vinsælt er að halda barnaafmæli í Skautahöllinni og verðið er hagstætt, 1.750 kr. á barn fyrir tveggja klukkustunda dagskrá ásamt pizzuveislu. Afmælistímar eru fimmtudaga kl. 17-19, laugardaga og sunnudaga kl. 13-15 og 15-17. Einnig er boðið upp á fleiri afmælistíma tengda jólaopnuninni.
Skautar eru ódýr og heilsusamleg afþreying fyrir alla fjölskylduna, verðið er 300 kr. fyrir leikskólabörn, 700 kr. fyrir börn 6-16 ára, 1.000 kr. fyrir fullorðna og frítt inn fyrir aldraða og öryrkja, skautaleiga er 500 kr. fyrir þá sem þurfa. Einnig eru hagstæðir fjölskyldupakkar í boði, 4.000 kr. fyrir fjóra með skautum.
Nýlega var sett upp nýtt loftræstikerfi í höllina, sem gerir hana mun hlýrri og þægilegri en áður fyrir gesti.
Skautahöllin í Laugardal er staðsett við Múlaveg 1, við hlið Húsdýra- og fjölskyldugarðsins. Allar upplýsingar má fá á heimasíðunni: skautaholl.is, í síma 588-9705 og á netfanginu skautaholl@skautaholl.is.
Myndirnar tók Ólafur Þórisson.
Opnunartímar um jól og áramót (setja í langt box)
3. des. kl. 13:00-14:30
4. des. kl. 13:00-14:30
5. des. kl. 13:00-14:30
6. des. kl. 13:00-14:30 og 17:00-19:30
7. des. kl. 13:00-14:30
8. des. kl. 13:00-17:00
9. des. kl. 13:00-17:00
10. des. kl. 13:00-14:30
11. des. kl. 13:00-14:30
12. des. kl. 13:00-14:30
13. des. kl. 13:00-14:30 og 17:00-19:30
14. des. kl. 13:00-14:30
15. des. kl. 13:00-16:00
15. des. kl. 16:30-19:00 – Jólaball – Aðgangur 1500 kr.
16. des. kl. 13:00-17:00
17. des. kl. 13:00-14:30
18. des. kl. 13:00-14:30
19. des. kl. 13:00-14:30
20. des. kl. 13:00-14:30 og 17:00-19:30
21. des. kl. 13:00-18:00
22. des. kl. 13:00-18:00
23. des. kl. 12:00-16:00
24. des. lokað/closed
25. des. lokað/closed
26. des. kl. 13:00 – 18:00
27. des. kl. 13:00 – 18:00
28. des. kl. 13:00 – 18:00
29. des. kl. 13:00 – 18:00
30. des. kl. 13:00 – 18:00
31. des. kl. 11:00 – 15:00
1. jan. lokað/closed
2. jan. kl. 13:00 – 18:00
3. jan. kl. 13:00 – 19:30
4. jan. kl. 13:00 – 14:30