fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Kynning

Jerúsalem er í Glæsibæ

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 18:09

Hópurinn við opnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

 

„En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara.“ Með þessum vel þekktu orðum hefst jólaguðspjallið sem er inngangurinn að okkar stærstu hátíð. Orð sem margir drekka í sig með gleði árlega.

Þegar ég var ungur drengur þá velti ég hugvekjunni oft fyrir mér og því sem hafði gerst í ókunnu landi með þessum framandi og spennandi staðarnöfnum eins og Nasaret, Galílea, Júdea og Jerúsalem. Hvar voru þessir staðir eiginlega, voru þeir í alvörunni til til?

Árin liðu en síðan var það um daginn að ég sá að búið var að opna verslun sem heitir þessu fallega nafn, Jerúsalem. Ég gerði ekki ráð fyrir að hér væri verið að selja trúarlegan varning, miklu fremur að á boðstólum væri spennandi og bragðlauka kitlandi krydd ásamt öðrum framandi matvörum. 

Þetta er spennandi, hugsaði ég. Eru loks vörur frá Nasaret, Galílea og Júdeu komnar til landsins?

Ég sló því á þráðinn í snatri til Jerúsalem og að sjálfsögðu var mér boðið að koma að skoða, smakka og spjalla. Ég lét ekki segja mér það tvisvar.

Verslunin Jerúsalem er staðsett í Glæsibæ, sem er að verða skemmtilegur kjarni með mörgum mismunandi versunum og mikið af mat – hér er aðeins öðruvísi.

Mér var vel tekið af Qussay Odeh sem er einn afeigendum en hann sagði mér að það væru tvær fjölskyldur sem standa á bak við framtakið, allar með rætur í Palestínu.

Jerúsalem kemur með ferskan austurlenskan andvara inn í íslenska matarmenningu. Hér er á boðstólum úrval krydda og kryddblöndur, matur ýmiskonar, bæði frosinn, innlagður og þurrkaður. Sumt er algjörlega framandi en annað meira þekkt.

Qussay sagði að það væri margt spennandi á dagskrá framundan og að viðtökurnar hefðu verið sérstaklega góðar og ánægjulegar, greinilegt að þörfin hafi verið til staðar.

Ótrúlega fjölbreytt matarmenning

Í dag er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem á rætur sínar að rekja til Sýrlands, Palestínu, Jórdaníu eða annarra landa á þessu svæði. Einnig hafa Íslendingar brennandi áhuga á að kynnast framandi menningu og mat. Þetta tvennt sameinast í Jerúsalem.

„Við viljum gera Jerúsalem að spennandi vettvangi fyrir matarmenningu Miðausturlanda sem er ótrúlega fjölbreytt. Miðausturlönd hafa alltaf verið suðupunktur og þar með talin matamenningin. Þarna hafa komið margar þjóðir saman og allar með sín sérkenni, sín krydd og uppskriftir.

„Hérna ætlum við líka að bjóða upp á spennandi bækur um mat og matreiðslu, við stefnum á að vera með öfluga FB-síðu með uppskrifum og fróðleik. Við viljum einnig vera með matreiðsludaga/kvöld og námskeið þar sem við kennum handtökin og leyndarmálin úr eldhúsi Miðausturlanda.

Síðast en ekki síst stefnum við að því að spara við okkur umbúðir, svona eins og hægt er. Við erum að vinna að haldbærum lausnum í þeim efnum. Þær munu koma.

En við erum byrjuð og við eigum eftir að stækka svo að það er bara um að gera að koma í heimsókn, fræðast og spyrja og prófa nýjar vörur.“

Jerúsalem verður á Matarmarkaði Búrsins í Perlunni núna 14-15 des nk
FB er :https://www.facebook.com/Jer%C3%BAsalem-956083894602556/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi