fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Kynning

Bruggverksmiðjan Kaldi – Jólahefð í áratug

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, stofnuðu bruggverksmiðjuna Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði árið 2006. Tveimur árum síðar kom Kaldi á markað. Og í fyrra opnaði heilsulindin Bjórböðin, sem hafði lengi verið draumur Agnesar.

„Við sáum að þarna var tækifæri og okkur fannst vanta eitthvað nýtt í jólasöluna,“ segir Agnes aðspurð af hverju Kaldi fór í framleiðslu á jólabjór. „Á þessum tíma voru fjórar eða sex tegundir til í Vínbúðinni og markaðurinn kallaði á meira úrval.“

Jólakaldi hefur borið aldurinn vel, viðtökurnar eru góðar á hverju ári og Jólakaldi selst alltaf upp. „Viðtökurnar voru gríðarlega góðar strax fyrsta árið, það var greinilega þörf á honum,“ segir Agnes.

Viðtökurnar eru góðar á hverju ári og eftirspurnin hefur aukist ár frá ári, en Agnes segir að núna sé komið ákveðið jafnvægi í framleiðsluna og um 250 þúsund flöskur framleiddar og seldar árlega. Jólakaldi kemur í sölu um miðjan nóvember, og er ávallt uppseldur um þrettándann. Jólakaldi er á dælu á 14 veitingastöðum og á öllum betri veitingastöðum fæst hann á flösku.

Árið 2015 ákvað Kaldi að framleiða Súkkulaðiporter sem var hugsaður fyrir sælkerana. „Við ákváðum 2015 að framleiða nýja vöru, þá brugguðum við súkkulaðiporter sem við notum Nóa Siríus súkkulaði í,“ segir Agnes. „Viðtökurnar við honum hafa einnig verið mjög góðar, magnið er takmarkað eða um 60 þúsund flöskur.“

Jólakaldi er að sjálfsögðu í boði í Bjórböðunum fram að þrettándanum. Og á jólahlaðborði Kalda er hann í öndvegi, en síðasta jólahlaðborðið er laugardaginn 1. desember. „Kaldi verður síðan áfram í boði á veitingastofunni hjá okkur eftir að jólahlaðborðinu lýkur, en hún er opin alla daga nema sunnudaga.“

Bjórböðin hlutu nýlega nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2018. Eliza Reid forsetafrú afhenti Bjórböðunum verðlaunin á 20 ára afmæli Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica laugardagskvöldið 10. nóvember.

Gjafabréf, sápur og fleira í jólapakkann

„Við erum með bjórsápur. Við notum bjórsalt og bjórólíur ofan í böðin, sem gefa einnig góða lykt. Við eigum líka sjampó, hárnæringu, og fleira. Fyrir jólin munum við bjóða upp á gjafapakka. Einnig eru gjafabréf í boði, sem sníða má eftir vali hvers og eins, hvort sem er ákveðin upphæð eða meðferð,“ segir Agnes, en úrvalið má skoða á heimasíðunni: bjorbodin.is

Allar upplýsingar má fá í síma 466-2505, netfanginu  bruggsmidjan@bruggsmidjan.is og á heimasíðunni: bruggsmidjan.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“