fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Kynning

Matarkjallarinn býður upp á einstaka matarupplifun á aðventunni

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarkjallarinn, sem staðsettur er í Grófinni í hjarta miðbæjarins, býður upp á tvo matseðla fyrir jólin, til viðbótar við hefðbundinn matseðil.

Upplifðu jólin er fjögurra rétta matseðill, sem býður upp á grillaða rjúpu og hægeldaða gæs, malt- og appelsínugrafinn lax, gljáð lambafillet og hvítt súkkulaði og jarðarber í eftirrétt. Hægt er að panta seðilinn með sérvöldum vínum.

„Rjúpan fellur sérstaklega vel í kramið hjá gestum okkar,“ segir Valtýr Bergmann yfirþjónn Matarkjallarans.

Jólaleyndarmál Matarkjallarans er svo sex rétta matseðill að hætti kokksins og þann seðil er einnig hægt að panta með sérvöldum vínum.

„Flestir réttanna eru líka á a la carte seðlinum,“ segir Valtýr, „ef að fólk kýs frekar að velja sér af honum.“

Gjafabréf er frábær jólagjöf

„Gjafabréf Matarkjallarans er fullkomin jólagjöf og tilvalin fyrir þá sem vita ekki hvað þeir eiga að gefa í jólagjöf,“ segir Valtýr. Gjafabréfin geta verið fyrir hvaða upphæð sem er, eða einhvern af samsettu matseðlunum sem gefandinn velur. Gjafabréf sem keypt eru fyrir jól eru á 15% afslætti og gilda frá 26. desember.

Öll kvöld vikunnar er spilað á flygilinn okkar sem er Bösendorfer frá 1890. „Það verður að nýta hljóðfærið,“ segir Valtýr og brosir. Það eru tveir sem skiptast á að spila á flygilinn hjá okkur; Steindór Dan Jensen og Guðmundur Reynir Gunnarsson (Mummi).

Matarkjallarinn er í Aðalstræti 2 og borðapantanir eru í síma 558 0000 eða á heimasíðu staðarins. Matarkjallarinn er líka á Facebook.

Opið er í hádeginu alla virka daga frá kl. 11.30-15.00 og kl. 17.00-23.00 öll kvöld vikunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt