fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Kynning

Er gamla æðardúnssængin þín orðin slitin?

Kynning

Morgunroði ehf. – sími 893-2928

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólki þykir eðlilega vænt um æðardúnssængurnar sínar enda afskaplega notalegt að sofa með slíkar ábreiður ofan á sér. En æðardúnssængur slitna eins og aðrir veraldlegir hlutir og stundum fara þær að leka að auki og æðardúnninn getur verið orðið óhreinn. Margir vita ekki að hér á landi er hægt að fá þá þjónustu að fá gömlu slitnu æðardúnssængurnar sínar góðar á ný. Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir rekur fyrirtækið Morgunroða, sem staðsett er við Borgarnes, og þar er meðal annars boðið upp á þá þjónustu að koma með slitnar æðardúnssængur. Æðardúnninn er þá þveginn og settur í nýtt ver og fólk fær til baka mjúka, slétta og fallega æðardúnssæng.

„Við þvoum æðardúninn, skiptum um dúnver á gömlum æðardúnssængum og setjum nýjan æðardún í dúnver. Einnig seljum við nýjar æðardúnssængur og merkjum æðardúnssængur,“ segir Dóróthea.

Fyrir utan þessa þjónustu við sængureigendur sinnir Morgunroði öllum æðardúnsþvotti fyrir dúnhreinsistöðvar. Dóróthea fær þá æðardúninn til sín hreinsaðan og skilar honum hreinum til baka svo hann er tilbúinn í framleiðsluvörur, sængur eða annað. Dúnþvotturinn er þar í vissum skilningi hluti af framleiðsluferlinu.

Enn fremur sinnir Morgunroði dúnþvotti fyrir einstaklinga sem hafa dúntekju og þurfa að láta þvo dúninn sinn. Margt dúntekjufólk veit ekki af þessari þjónustu en hún getur komið sér afar vel.

Til að kynna sér og nýta sér þjónustu Morgunroða ehf. er best að hafa samband í síma 893-2928.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi