fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Kynning

Tjarnarbíó – Fjölbreytt leikhúsflóra, mannlíf og stemning

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hjarta miðbæjarins við Tjörnina er Tjarnarbíó, eitt af atvinnuleikhúsum borgarinnar. Húsið var endurbyggt og opnað að nýju árið 2010 og í dag er þar iðandi mannlíf og stemning frá morgni til kvölds.

„Hér er gríðarlegur vöxtur, mikill uppgangur í miðasölu og aukning á gestafjölda,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós.

Frá miðjum ágúst til loka maí eru æfingar í gangi alla daga og sýningar mörg kvöld í viku. „Við sinnum allri sviðslistaflórunni. Hér er dans, barnaleikhús, hefðbundið og óhefðbundið leikhús,“ segir Friðrik. „Hér er mikið líf allan daginn og kósí stemning á Tjarnarbarnum, kaffihúsinu okkar.

Tjarnarbarinn er opinn alla daga frá kl. 10 til 17. Á sýningarkvöldum er hann opnaður einum og hálfum klukkutíma fyrir sýningar og er opinn fram til kl. 23. Alla daga er í boði vegansúpa sem Marta, veitingastjóri Tjarnarbarsins, útbýr af stakri snilld. Úrvalið er fjölbreytt og sem dæmi hefur verið boðið upp á baunasúpu og tómatsúpu. Grillaðar samlokur verða á boðstólum fljótlega. Kaffi hússins er líka margrómað fyrir gæði. Einnig má geta þess að meðlimir Einkaklúbbsins fá 2 fyrir 1-tilboð á súpum. Þegar líður á daginn breytist Tjarnarbarinn í bar og fyrir sýningar er Happy Hour-tilboð, sem lýkur þó hálftíma fyrir sýningar.

„Það er tilvalið fyrir leikhúsgesti að mæta snemma fyrir sýningar á Tjarnarbarinn og byggja upp eftirvæntingu fyrir sýningu kvöldsins. Eftir sýninguna er síðan hægt að ræða og kryfja hvað fram fór á sviðinu,“ segir Friðrik. „Hér eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru að fara á sýningu eða ekki og hægt að setjast niður og fá sér veitingar þó að sýning sé inni í sal, það heyrist ekkert á milli. Eftir sýningu má oft finna leikarana úr sýningu kvöldsins á Tjarnarbarnum og þá er tilvalið að heilsa upp á þá. Einnig eru þeir oft í hádegismat hér.“

Tjarnarbarinn er ekki rekinn í gróðaskyni, heldur rennur hagnaður hans til sjálfstæðu leikhópanna. Einnig er leiklistarbókasafn á staðnum sem tilvalið er að glugga í.

Rejúníon fjallar um fæðingarþunglyndi

Dagskráin í Tjarnarbíói fyrir áramót

Dagskrá sem er framundan í nóvember og desember er þétt. Þann 30. nóvember er frumsýning á nýju verki sem heitir Rejúníon og verða sýningar í desember og svo aftur eftir áramót. Verkið fjallar um fæðingarþunglyndi, málefni sem hefur verið allt of lítið í kastljósinu. „Ævintýrið um Augastein er jólasýningin okkar en Felix Bergsson hefur glatt unga sem aldna leikhúsgesti með verkinu síðastliðin 17 ár. Nú hefur hann þó ákveðið að breyta til og í ár verður sýningin á sviði hjá okkur í síðasta sinn!“ segir Friðrik.

Felix Bergsson flytur Ævintýrið um Augastein í síðasta sinn núna fyrir jólin

„Jólaævintýri Þorra og Þuru er nýtt jólaleikrit fyrir yngstu leikhúsgestina og fjölskyldu þeirra og fjallar um gildi jólanna. Svanurinn, spunahópur úr Improv Ísland, verður með sprenghlægilega jólasýningu hjá okkur. Föstudagslögin, sem samanstendur af Stefáni Jakobssyni og Andra Ívarssyni, verða með þrenna jólatónleika og Ari Eldjárn ætlar að koma og hita upp fyrir áramótaskopið sitt. Hann verður með svona prufukeyrslu hér í mun minni sal og fyrir minni hóp en í Háskólabíói,“ segir Friðrik. „Það er fullt af viðburðum framundan og yfirleitt nóg um að vera fimmtudaga til sunnudaga. Oft á laugardögum og sunnudögum eru barnasýningar hjá okkur. Hér er notalegt og skemmtilegt andrúmsloft.“

Þorri og Þura flytja jólaævintýri

Allar upplýsingar um Tjarnarbíó og viðburði þar má finna á heimasíðunni tjarnarbio.is, Facebook-síðu: Tjarnarbíó, síma 527-2100 og á netfanginu tjarnarbio@tjarnarbio.is.

Svanurinn spunahópur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi