fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Kynning

Hlaðborð og veislubakkar í fjölskyldustíl

Kynning

Veislumiðstöðin, Borgartúni 6

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veislumiðstöðin hefur áratuga reynslu í framreiðslu jólahlaðborða og býður upp á mismunandi útfærslur sem henta hverjum og einum hópi. „Við seljum jólahlaðborð aðallega í fyrirtæki og stofnanir. Stundum förum við inn á vinnustaðinn, tökum yfir mötuneytið og erum með stórt matarboð þar. Stundum förum við með veitingarnar í sali úti í bæ, en svo erum við líka með þrjá veislusali hérna í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6,“ segir Ámundi Johansen.

Mismunandi fyrirkomulag er á framreiðslu veitinganna, allt eftir því hvað hentar viðkomandi hópi: „Við erum með jólasmárétti, stórt jólahlaðborð og síðan jólarétti á borð, í fjölskyldustíl, það er að segja að stórir bakkar eru bornir á borðin. Stundum eru forréttirnir bornir á borðin og fólk stendur síðan upp fyrir aðalréttinn og gengur þá að steikarhlaðborði. Stundum er allur maturinn borinn á borð og síðan er stundum bara allt á hlaðborði.“

Ámundi segir að þetta fyrirkomulag, að fá matinn á borðið, hafi færst nokkuð í vöxt: „Þetta er stundum góð leið til að hrista hópinn saman, til dæmis skapa tengsl þvert á deildir fyrirtækja. Síðan er það þannig að oft er boðið upp á skemmtiatriði og þá er betra að fólk sitji. En síðan eru auðvitað margir sem kjósa að hafa allt á hlaðborði.“

Hóparnir sem Veislumiðstöðin þjónar í jólahlaðborðum eru yfirleitt frá 50 til 200 manns. Eins og áður segir eru í boði afnot af þremur veislusölum fyrirtækisins í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6. Myndir af þeim sölum fylgja hér með greininni en Rúgbrauðsgerðin þykir afar sjarmerandi húsnæði.

Á efstu hæðinni, fjórðu hæð, eru Sólarsalur, sem tekur um 250 manns í sæti, og Mánasalur, sem tekur um 80 manns. Úr báðum sölum er frábært útsýni yfir Faxaflóa og Esjuna. Gluggarnir í Sólarsalnum þykja mjög heillandi en þeir eru í laginu eins og kýrauga. Á jarðhæð er síðan Stjörnusalur sem tekur um 150 manns. Þar heillar mjög gesti glæsileg og tignarleg kristalsljósakróna í loftinu.

Að sögn Ámunda eru pantanir á jólahlaðborðum orðnar mjög miklar en þó eru nokkur kvöld laus. Fyrstu jólahlaðborðin verða um miðjan mánuðinn og síðan heldur þetta áfram inn í desember.

Til að panta jólahlaðborð hjá Veislumiðstöðinni er gott að hringja í síma 517-0102 eða senda tölvupóst á netfangið panta@veislumidstodin.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni