fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Kynning

Hótel Laki: Ógleymanleg veisla fyrir hópinn þinn á vinalegu fjölskylduhóteli

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel Laki er huggulegt fjölskyldurekið hótel, staðsett að Efri Vík á Kirkjubæjarklaustri, í náttúrufegurð og dásamlegri kyrrð. Það er skemmtileg og vinsæl tilbreyting að komast út úr ys og þys borgarlífsins til að skemmta sér og gleðjast í góðum hópi og Hótel Laki er kjörinn áfangastaður fyrir slíka skemmtun. Fjölskyldan á Hótel Laka hefur gaman af að taka á móti hópum, hvort sem það er starfsfólk fyrirtækja, vinahópar eða aðrir, og dekra við mannskapinn. Hótel Laki getur gert hópatilboð sniðið að þörfum hvers og eins hóps.

Góð aðstaða er uppi á þaki hótelsins til að njóta norðurljósa í skjóli glerhýsis án ljósmengunar. Þar er vegglistaverk eftir Ólöfu Rún Benediktsdóttur listakonu sem vert er að skoða. Hótelið býður upp á skráningu á norðurljósavakningu að nóttu, þá hringir næturvaktin og lætur vita ef flott ljósasýning birtist á himninum.

Barinn á Gígur Restaurant, á Hótel Laka, er allur nýlega endurbættur í samstarfi við Haf Studio. Þar er notalegt að eiga stund.

Framundan eru tveir mjög áhugaverðir viðburðir á Hótel Laka. Laugardagskvöldið 3. nóvember verður í boði glæsilegur fjögurra rétta villibráðarmatseðill. Leikin verður notaleg tónlist undir borðhaldi og Árný Árnadóttir söngkona skemmtir gestum með fögrum söng. Tilboð í gistingu og mat fyrir þennan viðburð: Matur á 7.500 kr. – gisting fyrir tvo með morgunverði og kvöldverði á 30.000 kr. og aukanótt á 15.000 kr. Svo er dekrað við gestina með freyðivíni á herbergið.

Föstudagskvöldið 30. nóvember verður síðan boðið upp á glæsilegan fimm rétta jólamatseðil á 7.500 kr. Á eftir borðhaldinu verður lifandi tónlist með frábærum trúbador. Hægt er að taka allan pakkann: Gistingu, morgunverð og kvöldverð fyrir tvo á aðeins 30.000 kr. og aukanóttin á 15.000. Freyðivín á herbergið handa gestunum.

Fyrir utan þessa tvo spennandi viðburði er hægt að semja um sérstök kvöld fyrir hópinn þinn og fá tilboð. Lögð er áhersla á góða þjónustu, sveigjanleika og hlýlegt viðmót á Hótel Laka og þar getur þú átt ógleymanlega helgi með hópnum þínum.

Nánari upplýsingar í síma 412-4600. Sjá einnig vefsíðuna hotellaki.is og Facebook-síðuna Hótel Laki.

Verið velkomin í sveitina!

Pantanir og fyrirspurnir á netfangið: hotellaki@hotellaki.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni