Barr Living var opnuð fyrir ári að Lyngási, en flutti í sumar í stærra húsnæði á Garðatorgi. Í versluninni má finna fallegar og spennandi vörur sem fegra heimilið og gleðja augað.
„Ég var að vinna í lyfjageiranum en hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og ég hafði lengi átt þann draum að reka verslun.
Svo varð ég fertug og ákvað loksins að slá til,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, eigandi Barr Living, aðspurð af hverju hún ákvað að opna verslun með heimilisvörur.
Stílinn sem Barr Living býður upp á er fullkomin blanda af því hráa og því hlýja. „Viðtökurnar hafa verið frábærar, enda höfum við kappkostað að flytja inn vörur sem eru ekki til fyrir hér heima. Það er líka gaman að bjóða upp á vörur sem eru öðruvísi og blanda þeim saman við aðrar hefðbundnari.
Megináherslan er á vörur sem eru framleiddar að hluta eða öllu leyti úr endurunnum og endurnýtanlegum hráefnum. Hrár viður, leður, járn, gler, leir og steypa eru lykilorðin okkar. Nýtt sem og notað.“
Grófi stíllinn er vinsæll, en grófur náttúrulegur stíll er alls ráðandi hjá Barr Living og hann má finna í ljósunum sem fáanleg eru. Borð-, loft- og gólfljós fást, og ef fólk kýs, þá er hægt að kaupa allt í stíl.
Í smávörunni má finna kertastjaka og kertaluktir, sem fylgja stíl Barr Living, og eru blanda af hráum og hlýjum stíl. Kjörið að kveikja á kertum í vetur og njóta hlýjunnar.
Barr Living er á Garðatorgi í Garðabæ, netfangið info@barrliving.is.
Opið er frá kl. 12–18 þriðjudaga til föstudaga og laugardaga frá kl. 13–16. Vefverslunin á barrliving.is er opin allan sólarhringinn.
Finna má barrliving á heimasíðunni, Facebook og Instagram.