fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Kynning

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Humarhúsið er glæsilegur veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, staður sem sér langa sögu, í húsi sem á sér enn lengri sögu. Humarhúsið var reist árið 1838 af Stefáni Gunnlaugsyni, land- og bæjarfógeta, og er það staðsett á Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið hýsti fræg íslensk skáld eins og Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen.

Um 1970 voru hús á Bernhöftstorfu rýmd, enda þá ráðgert að þau yrðu rifin og þar reist stjórnarráðshús. Áður en þetta gerðist var hins vegar hafin barátta fyrir varðveislu húsanna. Hún stóð yfir í um áratug, en á meðan níddust húsin niður og hluti þeirra varð eldi að bráð. Í þessu húsi kom upp eldur þrisvar á tímabilinu.

Þessari baráttu lauk þó með sigri varðveislumanna, því undir loks árs 1979 leigði ríkið Torfusamtökunum húsin vegna endurbyggingar og með varðveislumarkmið í huga. Þar í framhaldi var Amtmannsstígur 1 framleigður og endurreisn hafin. Árangur af því starfi blasir við gestum sem koma á svæðið.

Humarhúsið er staðsett við hliðina á Lækjarbrekku, öðrum rómuðum veitingastað, sem er í eigu sömu aðila. Báðir staðirnir hafa fyrir löngu fest sig í sessi hjá vandlátum matargestum og njóta stöðugra vinsælda.

Fjölbreytt úrval en humarinn stendur alltaf fyrir sínu

Humarhúsið býður upp á breitt úrval af mat; kjötrétti, fiskrétti og grænmetisrétti. Humarinn er síðan í öndvegi en á boðstólum er bæði íslenskur humar og amerískur. Alls konar frábærir humarréttir eru á matseðlinum, til dæmis Surf n Turf, humarsúpa, grillaður humar og margt fleira.

Humarhúsið er opið alla daga frá 11.30 til 15 og síðan frá 17 til 22. Á sunnudögum gildir eingöngu síðari tíminn, þá er staðurinn opnaður kl. 17.

Sjá nánar á vefsíðunni Humarhusid.is og Facebook-síðunni Humarhúsið.

Á Humarhúsinu er aðstaða fyrir smærri hópa, t.d. 26 manna pallur á efri hæðinni þar sem vel fer um alla. Einnig eru tvö tíu manna herbergi og fleiri áhugaverðir kostir fyrir litla hópa.

Gjafabréf er frábær hugmynd

Það tíðkast æ meira að gefa upplifun í jólagjöf í stað þess að hjálpa fólki að sanka að sér hlutum. Málsverður á Humarhúsinu er frábær upplifun sem endist.

Hægt er að kaupa alls konar gjafabréf, til dæmis sérstakt bréf í humarveislu eða aðra rétti, eða einfaldlega opið gjafabréf með upphæð sem gefandinn velur.

Best er að kaupa gjafabréf með því að koma á staðinn. Nánari upplýsingar eru líka veittar í síma 561-3303 og gegnum netfangið bookings@lobsterhouse.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“