Humarhúsið er glæsilegur veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, staður sem sér langa sögu, í húsi sem á sér enn lengri sögu. Humarhúsið var reist árið 1838 af Stefáni Gunnlaugsyni, land- og bæjarfógeta, og er það staðsett á Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið hýsti fræg íslensk skáld eins og Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen.
Um 1970 voru hús á Bernhöftstorfu rýmd, enda þá ráðgert að þau yrðu rifin og þar reist stjórnarráðshús. Áður en þetta gerðist var hins vegar hafin barátta fyrir varðveislu húsanna. Hún stóð yfir í um áratug, en á meðan níddust húsin niður og hluti þeirra varð eldi að bráð. Í þessu húsi kom upp eldur þrisvar á tímabilinu.
Þessari baráttu lauk þó með sigri varðveislumanna, því undir loks árs 1979 leigði ríkið Torfusamtökunum húsin vegna endurbyggingar og með varðveislumarkmið í huga. Þar í framhaldi var Amtmannsstígur 1 framleigður og endurreisn hafin. Árangur af því starfi blasir við gestum sem koma á svæðið.
Humarhúsið er staðsett við hliðina á Lækjarbrekku, öðrum rómuðum veitingastað, sem er í eigu sömu aðila. Báðir staðirnir hafa fyrir löngu fest sig í sessi hjá vandlátum matargestum og njóta stöðugra vinsælda.
Fjölbreytt úrval en humarinn stendur alltaf fyrir sínu
Humarhúsið býður upp á breitt úrval af mat; kjötrétti, fiskrétti og grænmetisrétti. Humarinn er síðan í öndvegi en á boðstólum er bæði íslenskur humar og amerískur. Alls konar frábærir humarréttir eru á matseðlinum, til dæmis Surf n Turf, humarsúpa, grillaður humar og margt fleira.
Humarhúsið er opið alla daga frá 11.30 til 15 og síðan frá 17 til 22. Á sunnudögum gildir eingöngu síðari tíminn, þá er staðurinn opnaður kl. 17.
Sjá nánar á vefsíðunni Humarhusid.is og Facebook-síðunni Humarhúsið.
Á Humarhúsinu er aðstaða fyrir smærri hópa, t.d. 26 manna pallur á efri hæðinni þar sem vel fer um alla. Einnig eru tvö tíu manna herbergi og fleiri áhugaverðir kostir fyrir litla hópa.
Gjafabréf er frábær hugmynd
Það tíðkast æ meira að gefa upplifun í jólagjöf í stað þess að hjálpa fólki að sanka að sér hlutum. Málsverður á Humarhúsinu er frábær upplifun sem endist.
Hægt er að kaupa alls konar gjafabréf, til dæmis sérstakt bréf í humarveislu eða aðra rétti, eða einfaldlega opið gjafabréf með upphæð sem gefandinn velur.
Best er að kaupa gjafabréf með því að koma á staðinn. Nánari upplýsingar eru líka veittar í síma 561-3303 og gegnum netfangið bookings@lobsterhouse.is.