ÞrifX er tíu ára gamalt hreingerningafyrirtæki á Akureyri sem hefur vaxið mikið síðustu tvö árin. ÞrifX veitir fjölbreytta og víðtæka þjónustu á sviði hreingerninga og þjónustar í senn einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
„Við höfum bætt við ýmsum þjónustuliðum undanfarið ár til að veita viðskiptavinum heildstæðari þjónustu. Til dæmis keyptum við reksturinn Hrein tunna á árinu 2016 sem sérhæfði sig í tunnuhreinsun og hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir hér á Akureyri. Við hófum einnig bílaþvott og hafa viðtökurnar verið vonum framar,“ segir Vincent, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Sem fyrr segir veitir ÞrifX víðtæka þjónustu og leggur alltaf höfuðáherslu á gæði þjónustunnar og ánægða viðskiptavini. Sem dæmi um þjónustu ÞrifX við einstaklinga eru þrif eftir flutninga, heimilisþrif, teppahreinsun, gólfbónun, gluggaþvottur og margt fleira.
ÞrifX veitir fyrirtækjum og stofnunum margvíslega þjónustu og má þar nefna bónviðhald, hreingerningu og gluggaþvott.
Þjónustusvæði fyrirtækisins er fyrst og fremst á Akureyri en einnig sinnir ÞrifX verkefnum á Húsavík, Dalvík og víðar á Norðurlandi.
Á vefsíðunni thrifx.is eru upplýsingar um þjónustuna og þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og fá tilboð í verkefni. Þar er einnig hægt að panta bílaþvott og tunnuhreinsun með einföldum hætti. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 414-2990.