fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Kynning

RB rúm: Vönduð verðlaunaframleiðsla og 75 ára reynsla

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RB rúm hafa fært mörgum kynslóðum Íslendinga betri svefn, vellíðan og fallegt umhverfi því fyrirtækið hefur verið starfandi í 75 ár, var stofnað árið 1943. Stofnandinn, Ragnar Björnsson, húsgagnabólstrari úr Hafnarfirði, hefði orðið 102 ára þann 30. ágúst síðastliðinn en hann lést árið 2004. Frá upphafi hefur fyrirtækið haft gæði að leiðarljósi og fylgt þar háleitum viðmiðum. Gott dæmi um orðspor og góð vinnubrögð RB rúma er að árið 2010 hlaut fyrirtækið alþjóðleg verðlaun á ráðstefnunni International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru mikilsvirt verðlaun sem aðeins eru veitt einu fyrirtæki í hverri grein árlega.

Stofnandi RB-rúm: Ragnar Björnsson.

RB rúm hafa ávallt verið í fararbroddi í þróun og framleiðslu á springdýnum (fjaðradýnum) og má segja að sá þáttur sé meginkjarninn í starfseminni. Er fyrirtækið meðlimur í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. RB springdýnurnar hafa verið framleiddar á Íslandi í 75 ár, en félagið fagnar því afmæli núna í ár. Hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum, það er RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar fjórar tegundir: mjúk, medium, stíf og extrastíf, allt eftir óskum hvers og eins. RB rúm geta breytt stífleika springdýnanna eftir þörfum og óskum viðskiptavina.

RB rúm framleiða margs konar rúm, meðal annars hjónarúm, fermingarrúm, einstaklingsrúm og hin klassísku RB rúm. Rúmin eru í hinum ýmsu stærðum og viðskiptavinir geta valið um áklæði, rúmbotna og stífleika dýnu. Enn fremur framleiðir fyrirtækið rúm fyrir hótel, RB rúm með tvöföldu fjaðrakerfi. Hægt er að fá klæðningu og rúmbotna á þau að eigin vali. Ítarlegri upplýsingar um rúmin í máli og myndum er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Ýmislegt fleira vandað, fallegt og smekklegt er að finna í verslun RB rúma að Dalshrauni 8. Má þar nefna sængurver, púða og rúmteppi, dýnuhlífar og lök, að ógleymdum afar smekklegum kistum og náttborðum. Það síðastnefnda er smíðað eftir máli og geta viðskiptavinir valið um marga liti á efnum og áklæðum.

Einnig er til sölu úrval af smekklegri gjafavöru fyrir heimilið. Má þar nefna ýmiss konar kerti, til dæmis ilmkerti frá Yankee Candle, handklæði frá Scintilla og ýmiss konar gjafavöru frá Esprit Home. Skoða má úrvalið á heimasíðunni og á Facebook-síðu RB rúma. Skemmtilegast er þó að skoða úrvalið og fá faglega ráðgjöf í verslun fyrirtækisins að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði. Þar er opið virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá 10 til 14.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“