fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Kynning

Möndlugrauturinn – Jólahlaðborð Messans: Bókaðu dýrlega skemmtun í desember

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Messinn Granda er afar vinsæll og rómaður sjávarréttastaður að Grandagarði 8. Messinn Granda tekur nú í fyrsta skipti þátt í jólahlaðborðavertíðinni og hefur skipulagt dagskrá sem fellur afar vel í kramið því þegar er búið að selja vel af sætum á alls sjö jólahlaðborðskvöld sem haldin verða í desember. Þau verða föstudags- og laugardagskvöldin 7.–8. desember og 14.–15. desember og 20., 21. og 22. desember, sem eru fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. 

Það verður mikið um dýrðir bæði í skemmtun og mat á þessum kvöldum. Veislustjórar eru þau Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA sem skemmta með uppistandi og halda matargestum við efnið. Söngkonan Sigríður Thorlacius kemur fram, tónlistarmennirnir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn koma fram á tveimur kvöldum og þeir Sóli Hólm og Prins Póló verða hvor með sitt kvöldið. Hljómsveitin GÓSS kemur síðan fram á síðasta kvöldinu en hana skipa þau Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson.

„Þó að við séum sjávarréttastaður þá verður auðvitað áhersla á þennan hefðbundna jólahlaðborðsmat en við ætlum samt líka að færa fiskmeti í jólabúning og bjóða til dæmis upp á jólagellur. Síðan verða líka kalkúnabringur, lambalæri, hangikjöt, svínahryggur og veganréttir,“ segir Sandra Barilli hjá Messanum.

 

Meðal annarra krása er jólasíld, sinnepssíld, reyktur lax og taðreykt hangikjöt.

 

Sem fyrr segir hafa viðbrögðin við Möndlugrautnum verið afar góð þó að varla sé búið að tilkynna um viðburðinn og því eins gott að panta snemma ef fólk ætlar að fá pláss. „Þetta hentar vel smærri fyrirtækjum og vinahópum en við tökum um 120 manns í sæti,“ segir Sandra.

 

Sandra segir að það sé frábær stemning í hafnarhverfinu þar sem Messinn hefur átt svo góðu gengi að fagna. Það er frábær stemning hér við höfnina, það er svo gaman að sjá alla nýju staðina spretta upp hér á meðan grónu staðirnir halda áfram að blómstra,“ segir Sandra.

 

Til að panta í Möndlugrautinn – Jólahlaðborð Messans er best að senda tölvupóst á netfangið grandi@messinn.com eða hringja í síma 562-1515.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni