Báran er eini veitingastaðurinn á Þórshöfn og einn allra helsti veitingastaðurinn á stórum hluta Norðausturlands. Eigandinn er Nikola Zdenko Peros en hann er fæddur í New York, er bandarískur í móðurættina og króatískur í föðurættina. Nik, eins og hann er oftast kallaður, kom fyrst til Íslands árið 1992 sem skiptinemi í Stykkishólmi og stofnaði þá til tengsla við Íslendinga sem ekki hafa rofnað síðan. Nik hefur starfað mikið að málefnum skiptinema og komið þeim í kynni við Ísland. Sú viðleitni leiddi til þess að hann festi rætur á Þórshöfn og opnaði veitingastaðinn Báruna.
Báran er þekkt fyrir sín frábæru jólahlaðborð og í ár eru tilboðin sérlega spennandi. Innifalið í pakkanum er flug til og frá Akureyri, fyrir þá sem það hentar, en verðið er þá 28.900 kr. á mann fyrir flug báðar leiðir, jólahlaðborð, gistinótt í tveggja manna herbergi og morgunverð. Gisting verður í gistihúsunum Sandur og Grásteinn.
Jólahlaðborðið eitt og sér kostar 7.900 kr. á mann en jólahlaðborð, gisting í tveggja manna herbergi og morgunverður kostar aðeins 14.900 kr. á manninn.
Meðal kræsinga á jólahlaðborðinu er reyktur lax, hvalkjöt, grafin gæs, sveitapaté, hreindýrakjöt, saltfisksalat, skoskur haggis og tvíreykt hangikjöt í forrétt. Í aðalrétt eru kalkúnn, önd og lambalæri. Í eftirrétt eru meðal annars blandaðir ávextir og dýrindis ostar.
Innifalið í málsverðinum eru eitt bjórglas eða eitt vínglas.
Á öllum jólahlaðborðskvöldunum verður lifandi tónlist og skemmtiatriði. Jólahlaðborð verður þann 30. nóvember, 7. desember og 8. desember. Athugið að ekki er flug í boði 8. desember.
Pantanir eru í síma 468-1250.
Sjá nánar um Báruna á vefsíðunni baranrestaurant.is.