fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Kynning

Dyson Cyclone v10 ryksugan – Þráðlausar ryksugur eru framtíðin

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cyclone V10 ryksugan er nýjasta uppfinning Dyson sem er svo öflug að fyrirtækið hefur hætt þróun á venjulegum ryksugum. Stjórnendur Dyson hafa fulla trú á því að þráðlausar, meðfærilegar ryksugur séu framtíðin og Cyclone V10 var hönnuð með það í huga að ein ryksuga geti séð um alla rykhreinsun á heimilinu.

V10 ryksugan hefur einstakan sogkraft með styrkstillingum sem auka kraftinn þegar þörf er á, til dæmis þegar erfitt er að komast að svæðinu. Sían grípur 99,97% af afar fínlegu ryki og skilar hreinna lofti út en venjulegar ryksugur.

V10 djúpryksugar teppi, rennur þægilega yfir parket og fer vel með gólfin án þess að gefa eftir í þrifnaði.

Með allt að 40% stærra rykhólfi en fyrri gerðir og hleðslustöð sem festa má á vegg sem gerir þrifin enn fljótlegri. Ryksugan er pokalaus og hljóðlát.

Rykhólfið má losa auðveldlega beint í ruslið með einum smelli, ryksugupokar heyra sögunni til og þrif og frágangur ryksugunnar er einfaldari og fljótlegri.

V10 kemst auðveldlega í alla króka og kima, er afar meðfærileg og gengur í allt að klukkustund á fullri hleðslu. Þá má taka hana í sundur og nota sem handryksugu sem hentar einstaklega vel fyrir bílinn, stiga og á húsgögn.

Cyclone V10 ryksugan fæst í Raflandi, Síðumúla 4 þar sem má skoða og prófa sýningareintak. Tvær gerðir eru í boði og felst meginmunurinn á þeim í mismunandi aukahlutapökkum sem fylgja.

Einfaldari útgáfan, Motorhead, kostar 99.990 krónur, en Absolute gerðin kostar 119.990  krónur. Absolute gerðinni fylgja sérstakur Direct Drive parkethaus með drifi ásamt litlum haus með drifi. Báðum gerðum fylgja 3 aukahlutir og hleðslustöð sem má auðveldlega festa upp á vegg svo ryksugan er aðgengileg strax og hennar er þörf.

Hér má sjá stutta kynningu frá Raflandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr