fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
FókusKynning

NAT.Kitchen: Þar sem draumurinn um heilsusamlegan lífsstíl rætist

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tveimur árum opnaði Karitas María Lárusdóttir heilsuveitingastaðinn NAT.Kitchen að Laugavegi 85. Karitas, sem að auki starfar sem líkamsræktarþjálfari og flugfreyja, átti sér draum um að útbreiða heilsusamlegan lífsstíl og er óhætt að segja að sá draumur hafi ræst því NAT.Kitchen nýtur mikilla vinsælda.

„Stór hluti af okkar viðskiptavinum er vissulega erlendir ferðamenn vegna staðsetningarinnar. En hingað koma líka margir Íslendingar og við eigum marga fastakúnna sem vinna hérna í nágrenninu,“ segir Karitas. Enn fremur er NAT.Kitchen vinsælt meðal hlaupara og annars íþróttafólks.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Áherslan er á ferskan og heilsusamlegan mat: „Hér er flest allt gert alveg frá grunni nema nokkrar samlokur og hveitihorn sem við tókum inn aðallega vegna eftirspurnar frá túristunum,“ segir Karitas.

Vinsælustu réttirnir á NAT.Kitchen eru kjúklingarétturinn Crispy Chicken og grænmetisborgarar sem eru bæði vegan og vegetarian. Einnig eru réttir dagsins, fiskur, súpa og kjötréttur, mjög vinsælir líka. Veganréttum hefur verið fjölgað á matseðlinum til að svara aukinni eftirspurn enda fjölgar sífellt þeim sem eru vegan.

Eitt einkenni á matnum á NAT.Kitchen er það að hægt er að borða sig saddan án þess að innbyrða of margar hitaeiningar, maturinn er vel útilátinn og næringarríkur en ekki hitaeiningaríkur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

NAT.Kitchen hefur gengið svo vel að Karitas hugleiðir að opna fleiri staði þegar um hægist en hún er núna í fæðingarorlofi. Þrátt fyrir að mikið sé að gera eru starfsmenn ekki ýkja margir, það eru fjórir í eldhúsi á tvískiptum vöktum og síðan 4–5 að störfum í sal. Duglegt starfsfólk og gott skipulag sér til þess að allt gengur hratt og vel fyrir sig.
NAT.Kitchen er opið alla daga vikunnar frá kl. 9–21. Í boði er morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, allt ferskt og heilsusamlegt fæði sem unnið er frá grunni á staðnum.

Margir eru staðráðnir í því að lifa heilsusamlegu lífi á nýju ári og bæta mataræði sitt. Ljóst er að maturinn á NAT.Kitchen er góður kostur fyrir þetta fólk.

Til að gefa fleirum tækifæri til að upplifa heilsusamlegan mat á NAT.Kitchen verður sértakt tilboð í næstunni: Dagana 20. til 31. janúar verður 20% afsláttur af öllu á matseðli.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“