„Við opnuðum í byrjun apríl 2017. Okkur hefur verið rosalega vel tekið. Það var allt brjálað að gera fyrstu mánuðina,“ segir Karen Sigurbjörnsdóttir hjá Salatsjoppunni, Tryggvabraut 22, Akureyri.
„Við erum komin með stóran hóp af fastakúnnum, fólki sem kemur aftur og aftur og marga erum við farin að þekkja með nafni, sem er mjög gaman. Við erum aðeins utan við miðbæinn en það eru margir vinnustaðir í nágrenninu og starfsfólkið kemur mikið hingað í hádeginu,“ segir Karen en kúnnahópur Salatsjoppunnar er breiður enda margir sem vilja gæða sér á hollu og ljúffengu salati.
„Það er bæði hægt að velja af matseðlinum og líka púsla saman sjálfur, sem er mjög vinsælt. Það eru endalausir möguleikar. En margir treysta sér ekki til þess og vilja frekar velja úr þessum fjölbreyttu og girnilegu réttum sem eru í boði,“ segir Karen.
Á heimasíðunni salatsjoppan.is gefur að líta upplýsingar og myndir af helstu salatréttunum. Að sögn Karenar eru Piri Piri-salatið og Japanskt salat vinsælustu réttirnir og hafa slegið rækilega í gegn. Í Piri Piri er Piri Piri-kjúklingur, bygg, maís, epli, fetaostur, saltaðar jarðhnetur og Honey Mustard. Í Japönsku salati er Teriyaki-kjúklingur, mangó, tómatar, rauðlaukur, stökkar núðlur, möndluflögur og soja-sesamdressing.
Salötin eru vissulega holl og fremur hitaeiningasnauð en það fer líka eftir hverjum og einum. Hér er ekki um sérfæði að ræða og hægt er að velja sér bæði léttari salöt og bitastæðari mat.
Í næstu viku kemur nýr og spennandi matseðill á Salatsjoppuna og þá er um að gera að fylgjast með á vefsíðunni salatsjoppan.is og Facebook-síðunni Salatsjoppan.