fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

Hágæða fæðubótarefni sem gera gott betra

Kynning

Leanbody – gæðavörur og góð þjónusta

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá versluninni Leanbody er boðið upp á hágæða fæðubótarefni og heildarlausnir fyrir heilbrigðan lífsstíl.

„Leanbody er fæðubótarefnaverslun sem hóf göngu sína í byrjun desember 2015,“ segir Alfreð Pálsson, sem á og rekur Leanbody, ásamt konu sinni, Agnesi Kr. Gestsdóttur. „Við byrjuðum smátt, svo hefur verslunin vaxið jafnt og þétt og gengið vonum framar. Vörurnar, sem eru bandarískar, eru þekktar fyrir mikil gæði og miðast ekki bara við keppnisfólk, heldur fyrir alla sem vilja ástunda hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.“

Hjá Leanbody er boðið upp á heildarlausnir. „Við höfum boðið fólki upp á ráðleggingar um hvað eina sem varðar heilbrigðan lífsstíl,“ segir Alfreð, sem hefur æft og keppt í vaxtarrækt og kraftlyftingum, en Agnes keppti í sundi á árum áður. Þau vísa viðskiptavinum meðal annars á þjálfara af báðum kynjum, „þetta eru þjálfarar sem við þekkjum til og við höfum traust á.“

Leanbody styrkir einnig einstaklinga, bæði keppnisfólk og einstaklinga sem náð hafa að breyta lífsstíl sínum. „Við höfum styrkt fólk sem er afreksfólk í íþróttum, fólk sem okkur finnst eiga möguleika á góðum árangri. Við höfum einnig styrkt fólk, sem er góðar fyrirmyndir, fólk sem hefur breytt um lífsstíl og náð góðum árangri og hvatt aðra, hvort sem það er með því að grenna sig eða ná góðri endurhæfingu,“ segir Alfreð.

Yfir 20 ára gamalt vörumerki

Fyrirtækið Labrada var stofnað árið 1995 af goðsögn í vaxtarræktarheiminum, Lee Labrada og hafa vörurnar sannað sig á markaðinum. Kvót hans er „If it’s on the label, it’s in the bottle“ eða „Ef að það er í innihaldslýsingu, þá er það í vörunni.“ Þriðji óháður aðili yfirfer allar vörur áður en þær fara á markað til að sannreyna að allt sem stendur á innihaldslýsingunni sé í vörunni.

„Við erum með vörur fyrir alla og sem dæmi má nefna, að þá erum við með vörur fyrir fólk með meltingartruflanir, magavandamál, útþembdan maga, þessi vandamál sem margir kannast við,“ segir Alfreð.

„Allar vörurnar okkar eru glútenlausar. Við erum að taka inn vegan próteinvörur, grænt te og snakk sem er gert úr brokkolí,“ segir Alfreð.

Fæðubótarefni eru fyrir alla sem kjósa heilbrigðan lífsstíl

„Viðskiptavinahópurinn hefur breyst frá því að fæðubótarefni komu fyrst á markað, áður var þetta aðallega fyrir vaxtarræktar- og kraftlyftingafólk, í dag eru viðskiptavinir fólk sem leggur stund á allar íþróttagreinar, hvort sem er til keppni eða sem hluta af heilbrigðum lífsstíll, auk fólks sem fer eingöngu út að ganga.

Það má þó ekki gleyma að um er að ræða fæðubótarefni, þau gera gott betra, en koma aldrei í stað matar, heilbrigðs lífsstíl, hreyfingar og svefns,“ segir Alfreð.

Leanbody er að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Opnunartími er alla virka daga kl. 11–18 og laugardaga kl. 13–16. Sími er 533-2616 og netfang leanbody@leanbody.is.

Leanbody er með heimasíðu: leanbody.is og á Facebook: leanbody.is.

Anti bloat
Minnkar magaþembu og loftmyndun í maga, hjálpar til við meltingu, minnkar auka vökvasöfnun.
Virkar vel ein og sér eða með Fat burner.

Fat burner
Eykur fitubrennslu og gefur aukinn kraft og orku, auk þess að minnka matarlyst.
Virkar vel ein og sér eða með Anti bloat.

Próteindrykkir
Laktósafríir, glútenlausir.
Þægilegir til að taka með sér í amstri hverdagsins eða sem millimál.

Leanpro 8 próteinblanda
Alhliða próteinblanda sem hefur fengið verðlaun fyrir bragðgæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“