fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Hollustufæði sem næringarfræðingar myndu aldrei láta ofan í sig

Þar á meðal er agave sýróp, létt jógúrt og ávaxtasafi

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert ein/n þeirra sem er umhugað um heilsusamlegt mataræði þá ættir þú lesa lengra. Nýlega tók Daily Mail saman lista í samráði við næringarfræðinginn Rhiannon Lambert yfir vörur sem flestir telja til heilsufæðis en er það svo sannarlega ekki. Það helsta er:

1. Agave sýróp

Agave sýróp inniheldur mikinn frúktósa sem getur valdið insúlínónæmi, hækkuðum blóðsykri, skaðlegum áhrifum á kólesteról og kviðfitu svo eitthvað sé nefnt.

2. Fituskertar mjólkurvörur

Þegar matvælaframleiðendur láta fjarlægja fitu úr fæðunni smakkast hún ekkert sérstaklega vel. Þess vegna er sykri, sírópi eða einhverskonar gervisætuefni bætt við mjólkurvörurnar svo þær bragðist betur.

Sætan er töluvert óhollara heldur en fitan. Því mælir næringarfræðingurinn með því að fólk kaupi sér gríska jógúrt (sem er mjög feit) og sæti hana sjálft með ávöxtum.

3. Próteinstykki

Rhiannon hvetur fólk eindregið til að hætta alfarið að borða próteinsúkkulaðistykki sem innihalda gervisætu. Þrátt fyrir að stykkin séu merkt þannig að þau virðist skaðlaus, þá eru þau það ekki.

4. Núðlur

Flestir gera sér grein fyrir því að pakkanúðlur eru ekkert sérstaklega hollar. „Það ætti ekki að flokka þetta sem mat. Enginn skilur eða getur lesið í gegnum öll innihaldsefnin í þessari fæðu.“

5. Morgunkorn:

Rhiannon segir að eina morgunkornið sem hann myndi íhuga að borða væri það sem er gert úr höfrum í grunninn.

„Verstu morgunkornin eru þau sem eru miðuð að fólki sem hugsar um línurnar og börnum.“

6. Tómatsósa:

„Tvö megin-innihaldsefnin í tómatsósu eru salt og sykur. Það segir allt sem segja þarf.“

7. Ávaxtasafi

Þegar næringarfræðingurinn verslar í matinn kaupir hann aldrei ávaxtasafa. Ástæðan er einföld. Það er yfirleitt meira magn af hvítum sykri heldur en ávöxtum í djúsnum.

8. Orkustangir

Ef orkustangir eru gerðar úr alvöru hráefnum geta þær vissulega verið hollar. En líkt og með svo margar fjöldaframleiddar vörur þá missa þær sitt upprunalega gildi í framleiðsuferlinu.

Orkustangir innihalda nokkur holl efni eins og hafra og hnetur, en þegar þú bætir sykri og olíu við þau, ertu kominn með pakka sem ýtir undir ofát og er alls ekki góður fyrir líkamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni