fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

Heilbrigð leið að fallegri brúnku

Kynning

Tan Reykjavík – Náttúrulegar vörur sem gefa húðinni raka og næringu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir opnaði Tan Reykjavík, spraytan stofu í Holtagörðum fyrir tveimur árum. Einnig rekur hún verslun á sama stað og vefverslunina tan.is.

„Þetta er hugmynd sem ég fékk út frá öðrum skandinavískum módelum,“ segir Alexandra. „Ég var sjálf hætt að fara í ljós og byrjuð að nota brúnkukrem. Ég sá þetta í Danmörku og Svíþjóð þar sem það er mjög vinsælt, fannst þetta frábær hugmynd og vanta alveg hér heima.“

Viðbrögðin hafa verið gríðarlega góð og alltaf fullbókað. Viðskiptavinir eru af báðum kynjum og á öllum aldri, sú elsta er 82 ára. Aldurstakmark er við fermingu. „Þetta er orðið mjög vinsælt hjá öllum hópum, þó að það hafi verið nær eingöngu konur hjá okkur fyrst.“

En af hverju er fólk að fara í spray tan? „Fólk er orðið meðvitaðra um hversu óhollt er að fara í ljós og velur þessa leið frekar. Sumir koma af ákveðnu tilefni, eins og til dæmis árshátíð eða eru að fara til útlanda og vilja fá smá brúnku áður en þeir fara út,“ segir Alexandra. „Flestir eru þó fastir viðskiptavinir sem koma einu sinni í viku.

Við erum einnig mjög samkeppnishæf hvað verð varðar, en hver tími kostar 2.990 krónur meðan ljósatími kostar um 1.500–2.000 krónur og svipuð meðferð á snyrtistofu 5.000–7.000 krónur. Ég fæ ítrekað spurningar um hvort að þetta sé verðið og hvort það sé fyrir allan líkamann.“

Vörurnar eru 100% náttúrulegar

„Mine tan litirnir sem við notum eru 100% náttúrulegir, innihalda andoxunarefni, kaffibaunir, kókosvatn, moroccanolíu, svo fátt eitt sé nefnt. Litirnir gefa húðinni góðan raka og næringu og innihalda ekki paraben eða súlföt.

Þegar viðskiptavinur mætir þá veljum við lit sem hentar húð hvers og eins. Tólf litir eru í boði og einnig boðið upp á að blanda fyrir hvern og einn. Við mælum með að koma með hreina húð og í víðum fötum, fara svo heim og bíða í sex tíma og fara svo í sturtu, þá er liturinn tilbúinn.

Fólk er að sjá mikinn mun, losnar til dæmis við þurrk, húðin ljómar meira, sem dæmi,“ segir Alexandra. „Ég spreyja viðkomandi, enda fæst besta útkoman þannig, frekar en að vél spreyi á hann.

Á tíu mínútum er viðskiptavinurinn kominn með góðan lit sem endist í 7–10 daga, þannig að flestir eru að mæta einu sinni í viku til að viðhalda litnum. Sérstakir litir eru í boði fyrir íþróttafólk sem svitna ekki af, en allir litirnir eru lyktarlausir og smitast ekki í föt. Fara má í sund með litinn og dofnar hann af jafnt og þétt, kjósi viðskiptavinur ekki að mæta aftur til að viðhalda litnum.“

Á vefsíðunni tan.is má kaupa sömu liti í froðubrúsa. „Sumum finnst þægilegra að spreyja sig heima, á meðan aðrir kjósa að koma til okkar,“ segir Alexandra, sem leggur jafnframt áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu.

Tan Reykjavík, verslun og spraytanstofa, er í Holtagörðum, 2. hæð. Tímapantanir og upplýsingar eru í síma 778-6200.
Opnunartími er samkvæmt bókunum.
Heimasíða: tan.is, Facebook-síða: taniceland og Instagram: Tanreykjavik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“