fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

„Ég lifi fyrir sigrana hjá öðrum“

Kynning

True Viking Fitness – Fjarþjálfun á hentugu verði fyrir alla

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Michaelsson og Pálína Pálsdóttir eru eigendur True Viking Fitness, sem er heimasíða sem býður upp á fjarþjálfun fyrir alla á hagstæðu verði. Þau vinna bæði sem einkaþjálfarar í World Class og eru að fara eftir fimm vikur á Arnold Classic í Bandaríkjunum bæði sem keppendur og þjálfarar.

„True Viking Fitness byggist upp af þeirri ástríðu okkar að breyta lífsstíl fólks til hins betra, bæði líkamlega og andlega,“ segir Stefán, en hann og Pálína hafa bæði langan bakgrunn í íþróttum og þjálfun og ástundun heilbrigðs lífsstíls. Pálína er að klára BA-ritgerð í sálfræði og Stefán BA-ritgerð í íþróttafræði.

True Viking Fitness – fjarþjálfun fyrir alla á hentugu verði

Á heimasíðunni er boðið upp á æfingar, sem eru á hentugu verði fyrir alla, þar sem Stefán og Pálína vilja að fjarþjálfun sé aðgengileg fyrir alla óháð efnahag. Þar er boðið upp á nokkur prógrömm, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, sérstakt prógramm er til að þjálfa rassinn, enda vinsælt að vera með fallegan afturenda.

Vefsíðan er á ensku, þrátt fyrir að vera alíslensk. „Okkur langar að nota Ísland sem stökkpall til að bjóða fjarþjálfun erlendis, þess vegna er heimasíðan á ensku,“ segir Pálína.

Líkamsrækt á að vera hluti af daglegum lífsstíl

„Það er frábært að sjá hvað margir eru í ræktinni í janúar, en að sama skapi er leiðinlegt að sjá að strax í febrúar eru margir hættir að mæta,“ segir Pálina. „Ræktin ætti frekar að vera hluti af daglegu lífi. Þetta er langhlaup ekki spretthlaup. „Allir kostir eru góðir kostir, svo lengi sem þú ert í miðjunni,“ sagði Aristóteles, það er gullni vegurinn sem gildir í öllu.“

Pálína segir algengt að fólk sé með bólgur og bjúg í kringum liði þrátt fyrir að vera í góðu líkamlegu ásigkomulagi, sem er ekki eðlilegt, en er til komið út af álagi í ræktinni og því að fólk drekkur ekki nóg af vatni. „Við erum líka mikið að læsa liðunum og þá myndast bólgur í kringum liðina og það kemur eiginlega ekki fyrir að viðskiptavinur sem kemur til mín sé ekki með bólgur. Það væri gott jafnvægi á móti að stunda jóga 1–2 í viku.“

„Ég lifi fyrir sigrana hjá öðrum,“ segir Stefán aðspurður af hverju hann byrjaði að þjálfa aðra í stað þess að keppa og æfa bara sjálfur. Tilvitnun sem þau halda upp á er „No Lamb for the Lazy Wolf“ eða Lati úlfurinn fær ekki lamb, sem þýðir að sá sem hefur ekki fyrir hlutunum uppsker ekki.

„Ég byrjaði að lyfta fyrir tíu árum, þegar ég var nýbúin að eiga son minn, en ég var alltaf frekar feit sem barn og unglingur. Ég þurfti einnig að vinna mikið í mér andlega, en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og það er ekki gefist upp, “ segir Pálína og segist jafnframt hafa gríðarlegan áhuga á mannslíkamanum í heild sinni.

Þau vinna vel saman sem par og með áhugamál þeirra beggja að leiðarljósi: áhugann á fólki og að hjálpa þeim til betra lífs líkamlega, andlega og sálfræðilega.

Heimasíða: truevikingfitness.com og Instagram: truevikingfitness.

Pálína og Stefán eru bæði virk á samfélagsmiðlum og má fylgjast með þeim þar.
Snapchat Pálínu:pollieanna777 og Instagram: alpha_valkyrie.
Instagram Stefáns: v1k1ng13.

Sýnishorn af byrjendaprógrammi.
Byrjendaprógramm Sýnishorn af byrjendaprógrammi.
Sýnishorn af prógrammi fyrir afturendann.
Afturendaprógramm Sýnishorn af prógrammi fyrir afturendann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“