Heimkaup.is hefur nú enn bætt við vöruúrval sitt með því að hefja sölu á stóru heimilistækjunum, kæliskápum, þvottavélum, uppþvottavélum og eldunartækjum. Fyrstu gámarnir komu í desember og síðan hefur stöðugt bæst við og nýjasta sendingin fer beint á janúarútsöluna sem nú stendur yfir en hægt er að fá stóru tækin með allt að 35% kynningarafslætti.
Sævar Ríkharðsson vörustjóri raftækja segir að salan hafi farið vel af stað, mikil sala hafi verið fyrir jólin og eykst núna á útsölunni.
Sævar segist geta boðið vörurnar á lægra verði þar sem Heimkaup.is hafi keypt sig inn í Euronics á síðasta ári en Euronics er stærsta innkaupasamband á raftækjum í heiminum. „Þetta eru öll flottustu merkin sem fólk þekkir í dag, Miele, Electrolux, AEG, Siemens og öll hin merkin sem Íslendingar þekkja og treysta. Íslendingar gera miklar kröfur og hafa góðan smekk. Þeir verða því að geta fengið bestu tækin á samkeppnishæfu verði, en með innkomu Heimkaup.is á þennan markað eykst samkeppnin sem er alltaf gott fyrir neytandann.“
Heimkaup.is er netverslun sem býður fría heimsendingu. „Íslendingar versla alltaf meira og meira á netinu með hverju árinu sem líður. Okkar viðskiptavinir kunna að meta þjónustuna, þeir versla heima hjá sér og fá vöruna heim að dyrum sem lækkar flækjustigið allverulega þegar kemur að því að kaupa stór og þung tæki sem komast ekki í heimilisbílinn. Um leið og viðskiptavinir hafa lokið við að kaupa ísskápinn, þvottvélina eða hvaða tæki sem er, fer tækið út í bíl og sendillinn kemur með það á næstu klukkutímum. Heimsendingin er að sjálfsögðu frí,“ segir Sævar. .
Sævar setur markið hátt en Heimkaup.is stefnir að því að vera með mesta úrval af raftækjum á landinu. „Heimkaup.is er í dag stærsta verslun á Íslandi, með yfir 36.000 vörunúmer, og við ætlum okkur enn stærri hluti. Þetta gerist auðvitað ekki í einu vetfangi, en stefnan er klárlega sú að vera með landsins mesta úrval af raftækjum.“