fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

Fólk hefur tekið ástfóstri við hamborgarana á Íslenska barnum

Kynning

Hráefnið skiptir sköpum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar við byrjuðum með Íslenska barinn var ekki pælingin að vera hamborgarastaður en hamborgararnir urðu bara strax svo vinsælir hjá okkur og það varð til þess að við stækkuðum hamborgaramatseðilinn og núna bjóðum við upp á sex ólíka hamborgararétti ásamt borgara dagsins,“ segir Veronika á Íslenska barnum, Ingólfsstræti 1a. Staðurinn er rómaður fyrir bæði frábæran mat og góða kráarstemningu og úrvalið á barnum er frábært.

Veronika segir að ein af ástæðum vinsælda hamborgaranna í byrjun hafi verið sú að Íslenski barinn varð einna fyrstur til að bjóða upp á vöfflufranskar kartöflur með borgurunum, sem þótti afar spennandi nýjung á sínum tíma en núna eru þær orðnar útbreiddar.

„Við erum með ferska nautaborgara frá Kjötsmiðjunni. Það er mikilvægt nota einungis ferskt gæðakjöt. Hamborgari er ekki bara hamborgari og almennilegt hráefni gerir þetta að allt annarri máltíð en það sem við köllum vanalega skyndibita. Alvörukjöt, fitubætt, og engin aukaefni,“ segir Veronika.

Ljúffengur frumleiki einkennir vinsælustu hamborgara Íslenska barsins og Veronika tekur sem dæmi Sigguborgarann: „Sagan á bak við Sigguborgarann er sú að hún Sigga mamma mín bakar pönnukökurnar okkar og okkur langaði til að gera eitthvað meira við þær, þannig að við ákváðum að leggja efra brauðinu og erum með pönnuköku fyllta með osti og beikoni í staðinn. Þetta gerðum við að borgara dagsins einu sinni en hann varð svo rosalega vinsæll að það var ekki annað í boði en að setja hann á matseðilinn.“

Annað dæmi um frumleika og vinsældir er lambahamborgarinn: „Það varð verkfall hér um árið og það var ekki til nautakjöt í landinu og þá byrjuðum við með lambaborgarann. Íslendingar voru ekki mjög spenntir fyrir honum í byrjun en erlendu ferðamennirnir tóku honum fagnandi. Núna er hann hins vegar orðinn mjög vinsæll hjá Íslendingum líka. Segja má að verkfallið hafi kennt fleiri Íslendingum að meta lambaborgara.“

Bæði Sigguborgarinn og lambaborgarinn eru mjög vinsælir réttir og seljast í miklu magni á hverjum degi. Íslenski barinn býður líka upp á hefðbundinn hamborgara og hreindýraborgara sem er algjört lostæti. Einnig eru kjúklingaborgari og Haf og hagi sem er nautaborgari með djúpsteiktum íslenskum humri.

Eins og áður segir er Íslenski barinn bæði vinsæll veitingastaður og skemmtistaður. Opið er virka daga frá 11.30 til eitt um nóttina og um helgar er opið til þrjú að nóttu. Bjórúrvalið á barnum er magnað en í boði eru allir íslenskir bjórar sem fáanlegir eru í flösku og dós. Eingöngu er íslenskur bjór í boði en úrvalið af íslenskum bjór er líklega eitt það mesta í heiminum, tegundirnar í augnablikinu eru um 60.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“