fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
FókusKynning

Amerísk upplifun í hjarta borgarinnar

Kynning

American Bar, Austurstræti 8

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

American Bar, Austurstræti 8, er einn flottasti sportbar landsins, þar sem hægt er að fylgjast með spennandi íþróttaviðburðum á flatskjáum og breiðtjaldi, borða frábæran mat og njóta sín í lifandi umhverfi. Reglulega troða upp reyndir og flinkir trúbadorar sem koma öllum í rétta stemningu með spennandi lagavali og kraftmiklum flutningi. Eftir miðnætti um helgar mæta síðan plötusnúðar til leiks og tryggja dúndrandi stemningu fram eftir nóttu.
Enski boltinn er fyrirferðarmikill á skjáum á American Bar en þar eru líka sýndir leikir í amerísku NFL-deildinni og ýmsir aðrir íþróttaviðburðir.

Umhverfi á American Bar er sérlega skemmtilegt en þar má sjá ýmsa forvitnilega ameríska hluti, til dæmis bandaríska fánann frá árinu 1930, sem hangir á vegg, 70 ára gamlan uppstoppaðan svartbjörn og NFL-hjálma frá öllum liðunum í deildinni, en þeir prýða veggi staðarins.

Maturinn á American Bar er afar girnilegar. Meðal annars er boðið upp á hamborgara, barbecue-rif, kjúklingavængi og Cesar-salat.

Úrval af drykkjum á barnum er síðan framúrskarandi en „drekkutíminn“ – Happy Hour – er alla daga frá kl. 16 til 19.

Á Facebook-síðu American Bar er gott að fylgjast með því sem er í gangi á staðnum. Þar eru reglulega uppfærðar upplýsingar um dagskrá framundan, íþróttaviðburði á skjánum og tónlistaratriði á staðnum. Auk þess er þar að finna reglulega spennandi tilboð í mat og drykk.

American Bar er opinn mánudaga til fimmtudaga frá 11 til 01 eftir miðnætti, föstudaga og laugardaga frá 11 til 04.30, og loks sunnudaga frá 11 til 01.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ