fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
FókusKynning

Gáfaðir eru líklegri til að þjást af geðsjúkdómum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú þjáist af geðsjúkdómi eru líkur á að þú sért gáfaðri en meðalmaðurinn. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var á tæplega fjögur þúsund meðlimum Mensa.

Mensa er félagsskapur fólks með háa greindarvísitölu, en viðmiðin eru þau að meðlimir þurfi að hafa greindarvísitölu upp á 130 eða meira. Talið er að tvö prósent mannkyns geti fallið undir skilgreiningu Mensa á afburðagreind.

Í rannsókninni var geðheilsa tæplega fjögur þúsund meðlima skoðuð, en eftir því sem einstaklingar voru með hærri greindarvísitölu þeim mun líklegri voru þeir til að vera með ofurnæman heila (e. hyperexcitable brain).

Þetta þýðir að heilinn er mjög meðvitaður um það sem er í gangi í kringum hann sem aftur gerir það að verkum að miðtaugakerfið verður næmara fyrir hverskonar áreiti. Birtingarmyndir þessa geta til dæmis verið að bregða ótæpilega eða bregðast harkalega við gagnrýni. Þetta getur valdið líkamlegum viðbrögðum eins og kvíða og mikill kvíði getur síðan leitt til þunglyndis.

Nicole Tetreault, einn þeirra vísindamanna sem stóð fyrir rannsókninni, segir að þeir sem eru ofurnæmir séu í meiri hættu en aðrir að þjást af geðsjúkdómum. Miðtaugakerfi þessara einstaklinga sé í raun ávallt í viðbragðsstöðu sem leiðir til breytinga á starfsemi heilans.

Alls tóku 3.715 meðlimir Mensa þátt í rannsókninni og þeir spurðir út í andlega heilsu, allt frá því hvort þeir glímdu við kvíða, þunglyndi, athyglisbrest eða ofvirkni svo dæmi séu tekin. Svör þeirra voru svo borin saman við hinn venjulega borgara, Bandaríkjamenn í þessu tilviki, sem ekki tilheyrir félagsskap Mensa.

Niðurstaðan var á þá leið að meðlimir Mensa voru líklegri en aðrir til að þjást af andlegum veikindum en aðrir; þannig höfðu 10 prósent almennings greinst með kvíða samanborið við 20 prósent meðlima Mensa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ