fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
FókusKynning

Þetta eru dýrustu og ódýrustu helgarferðirnar

Hvert er ódýrast að fljúga, gista og borða?

Auður Ösp
Sunnudaginn 21. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm daga helgarferð til Austur-Evrópu fyrir tvo, þar sem innifalið er flug, fjögurra stjörnu gisting, matur og skemmtanir þarf ekki að kosta meira en rúmlega 100 þúsund krónur miðað við lauslega úttekt DV á vinsælustu áfangastöðunum. Dýrast er hins vegar að fara til Glasgow en flug fram og til baka fyrir tvo kostar rúmlega tvöfalt meira en til Gdansk í Póllandi.

Hér er miðað við tímabilið 16. janúar til 30. mars þegar eflaust flestir Íslendingar vilja skella sér út fyrir landsteinana og lífga aðeins upp skammdegið. Miðað er við beint flug þar sem flogið er út á fimmtudegi og dvalið erlendis í þrjá til fimm daga. Þá er miðað við gistingu fyrir tvo á fjögurra stjörnu hóteli miðsvæðis. Þá má sjá verðdæmi á mat, drykk, samgöngum og skemmtunum í nokkrum borgum en líkt og sjá má getur munað talsvert miklu. Þriggja rétta máltíð með víni fyrir tvo kostar til að mynda þrefalt meira í Kaupmannahöfn en í Gdansk. Rétt er þó að geta þess að um viðmiðunarverð er að ræða og þótt hægt sé að eyða mun hærri upphæðum gefur verðið ágæta mynd af verðlagi í viðkomandi borgum.

London

Ódýrasta flugfarið: 15.–18. mars með Easy Jet: 21.590 kr. samtals.
Flugtími á leið út: 2.55 klst. Flugtími á heimleið: 3.15 klst.
Þriggja nátta gisting fyrir tvo á The Tophams Hotel: 40.788 kr. með vsk. (13.596 kr. á nótt)
Samtals: 62.378 kr.

Mynd: maria elena pueyo ruiz

Kaffibolli: 377 kr.
Bjór: 636 kr.
Gos: 178 kr.
Vínflaska: 1.131 kr.
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 7.072 kr.
Lest/rúta eða leigubíll frá flugvelli til miðborgar: 710 kr. með rútu, 5.538 kr. með leigubíl
Sólarhringsalmenningssamgöngukort: 1.704 kr.
Útsýnisferð í rútu um borgina (dagspassi): 4.118 kr.

Glasgow

Ódýrasta flugfarið: 23.–26. febrúar með Icelandair: 47.566 kr. samtals
Flugtími á leið út: 2.10 klst. Flugtími á heimleið : 2.20 klst.
Þriggja nátta gisting fyrir tvo á Novotel Glasgow Centre: 34.981 kr. með vsk. (11.660 kr. á nótt)

Samtals: 82.547 kr.

Mynd: This content is subject to copyright.

Kaffibolli: 338 kr.
Bjór: 452 kr.
Gos: 144 kr.
Vínflaska: 848 kr.
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 5.658 kr.
Lest/rúta eða leigubíll frá flugvelli til miðborgar: 923 kr. með rútu, 2.840 kr. með leigubíl
Sólarhringsalmenningssamgöngukort: 568 kr.
Útsýnisferð í rútu um borgina (dagspassi): 1.988 kr.

Gdansk

Ódýrasta flugfarið: 8.–13. febrúar með Wizzair: 20.508 kr. samtals
Flugtími á leið út: 3.30 klst. Flugtími á heimleið: 4 klst.
5 nátta gisting fyrir tvo á Scandic Gdansk (fyrir utan borgarskatt): 32.551 kr. (6.510 kr.á nótt)

Samtals: 53.059 kr.

Mynd: Pixabay

Kaffibolli: 248 kr.
Bjór: 210 kr.
Gos: 120 kr.
Vínflaska: 601 kr.
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 3.009 kr.
Lest/rúta eða leigubíll frá flugvelli til miðborgar: 108 kr.með rútu, 2.112 kr. með leigubíl
Sólarhringsalmenningssamgöngukort: 603 kr.
Útsýnisferð í rútu um borgina (dagspassi): 1.852 kr.

Kaupmannahöfn

Ódýrasta flugfarið: 26.– 30. janúar með WOW air: 22.995 kr. samtals
Flugtími á leið út: 3.20 klst. Flugtími á heimleið: 3.35 klst.
4 nátta gisting fyrir tvo á Hotel Kong Arthur: 47.520 kr. (11.880 kr. á nótt)

Samtals: 70.515 kr.

Mynd: © 2013 H. Meischner

Kaffibolli: 574 kr.
Bjór: 675 kr.
Gos: 375 kr.
Vínflaska: 1.012 kr.
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 10.129 kr.
Lest/rúta eða leigubíll frá flugvelli til miðborgar: 608 kr. með lest, 4.227 kr. með leigubíl.
Sólarhringsalmenningssamgöngukort: 1.352 kr.
Útsýnisferð í rútu um borgina (dagspassi): 2.959 kr.

Berlín

Ódýrasta flugfarið: 2.–6. febrúar með WOW air: 34.995 kr samtals
Flugtími á leið út og á heimleið: 3.45 klst.
4 nátta gisting fyrir tvo á Berlin Mark hotel: 24.401 kr. (6.100 kr. á nótt)

Samtals: 59.396

Mynd: © Rafael Dols

Kaffibolli: 334 kr.
Bjór: 377 kr.
Gos: 222 kr.
Vínflaska: 628 kr.
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 5.657 kr.
Lest eða leigubíll frá flugvelli til miðborgar: 377 kr. með lest, 5.037 kr. með leigubíl.
Sólarhringsalmenningssamgöngukort: 843 kr.
Útsýnisferð í rútu um borgina (dagspassi): 881 kr.

Dýrasta borgin: Glasgow

Ódýrasta borgin: Gdansk

Dýrasta hótelgistingin: London

Ódýrasta hótelgistingin: Gdansk

Dýrast út að borða: Kaupmannahöfn

Ódýrast út að borða: Gdansk

Dýrasta flug: Glasgow

Ódýrasta flug: Gdansk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr