fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
FókusKynning

Fibo baðplötur gera baðherbergið glæsilegt

Kynning

Þ. Þorgrímsson & Co, Ármúla 29

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinar frábæru Fibo baðplötur hafa slegið í gegn enda eru þær allt í senn stílhreinar, fallegar, auðveldar í ásetningu og til í mörgum litum. Flott hönnun og gæði fara saman við gerð þeirra. Þær eru hreinlegasta og auðveldasta efnið til að nota á veggi í baðherbergi en henta einnig vel fyrir eldhús, skóla, sjúkrahús, rannsóknarstofur, matvælaiðnað, íþróttahús, búningsherbergi og alls staðar þar sem kröfur um mikið hreinlæti eru gerðar. Mislitun og óhreinindi í fúgum eru ekki vandamál. Yfirborðið þolir mikinn vatnsþrýsting og hitasveiflur.

Fibo baðplötur eru höggþolnar og þola því vel daglegt rask, til dæmis leiki barna. Litir og mynstur aflitast ekki og því eru plöturnar jafn fallegar um ókomin ár. Sem fyrr segir eru plöturnar fáanlegar í fjölda lita, bæði með flísamynstri og einnig í heilum, sléttum plötum.

Fibo baðplötur gefa baðherberginu glæsilegt útlit og þú getur blandað saman plötum eftir þínum stíl. Fibo hannar líka veggplötur sem henta í öll herbergi heimilisins og alls staðar glæða þær umhverfið þokka og fegurð með sínum einfalda stíl.

Plöturnar eru viðurkenndar til notkunar í blautrými; öll vinna með gifsplötur, rakasperru, membru, flísar og fúgur heyrir sögunni til. Einnig eru fáanlegar plötur án flísamynsturs. Plöturnar skrúfast á vegginn/grindina eða límast á steinveggi eða gifsveggi. Allar plöturnar eru með Aqualock lásum á langhliðum.

Einfalt er að stytta og stilla plöturnar af þannig að þær passi beint á vegginn. Plötustærð er 2400x600x11mm. Einnig er hægt að sérpanta lengri plötur sem eru 3020x600x11mm að stærð. Slétt og sterkt yfirborðið þolir vel bæði vatnsþrýsting og hitasveiflur. Það er fljótlegt að þurrka af og einfalt að halda hreinu. Fylgdu einföldum samsetningarleiðbeiningum og þú tryggir einstakan árangur sem endist áratugum saman.

Fibo baðplöturnar eru til sölu hjá Þ. Þorgrímsson & Co, Ármúla 29, Reykjavík. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 8 til 18. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni korkur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ