fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
FókusKynning

Gluggatjöld, áklæði og veggfóður sem gera umhverfið fallegra og hlýlegra

Kynning

Bólstrarinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru gluggatjöld úr þunnum efnum sem sést í gegnum og eru afar létt. Gluggatjöld gefa góða hljóðdempun sem oft þarf í nútíma húsum,“ segir Hafsteinn Gunnarsson hjá Bólstraranum en fyrirtækið selur meðal annars gluggatjöld, áklæði og veggfóður frá þekktum og virtum erlendum framleiðendum. Mjög gott dæmi um það er breski framleiðandinn Romo sem er eitt virtasta fyrirtæki heims á þessu sviði en Bólstrarinn hefur verslað við það í yfir 30 ár.

Það nýjasta frá Romo er veggfóður, gluggatjöld og áklæði með japönsku formi, undir merkinu Kirby Design. Um er að ræða hönnun frá Japananum Kishimoto og eru þessi mynstur afar vinsæl núna: „Þetta var fyrst sýnt á Mílanó-sýningunni í maí í fyrra og vakti mikla athygli. Þetta er allt öðruvísi en maður hefur séð,“ segir Hafsteinn, en fjölbreytni í litum og mynstrum er mikil hjá Bólstraranum.

„Allar vörur eru sérpantaðar en með því getum við boðið upp á svona mikið úrval; það tekur um viku að fá til landsins vöruna sem fólk velur,“ segir Hafsteinn.

Bólstrarinn er gróið fyrirtæki og hefur starfað síðan árið 1944 í smásölu og við viðgerðir og bólstrun húsgagna. Verslun Bólstrarans er til húsa að Langholtsvegi 82 en fræðast má um starfsemina og vöruúrvalið á heimasíðunni www.bolstrarinn.is.

Endurreisn veggfóðursins

„Það er selt mun meira af veggfóðri núna en hefur verið og eru ástæðurnar bæði þær að veggfóður er að komast í tísku aftur á heimilum og að það er mjög vinsælt á veitingastöðum og hótelum enda gerir það umhverfið hlýlegra. Ferðaþjónustan kemur þarna sterk inn og þjónustar Bólstrarinn mörg hótel og veitingastaði í þessum efnum. Við erum með mikið úrval af veggfóðri frá þekktum fyrirtækjum en við vísum á góða fagmenn sem taka að sér að setja upp veggfóður,“ segir Hafsteinn.

Sem fyrr segir er Bólstrarinn til húsa að Langholtsvegi 82 og opið er virka daga frá kl. 9 til 18. Sjá nánar á www.bolstrarinn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“