fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Kynning

Jólatónleikadagatal 2018 – Hvaða tónleika ætlar þú að sjá í ár?

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. september 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin eru á næsta leiti þó að enn sé september og ekki seinna vænna að skoða hvaða jólatónleika er boðið upp á í ár. Fjöldi glæsilegra glæsilegra tónlistarmanna býður upp á jólatónleika í ár, sem og fyrri ár, og eru margir þeirra orðnir að fastri hefð í jólaundirbúningi landsmanna.

Hér má sjá úrval af þeim tónleikum sem boðið er upp á í ár.

 

Jólatónleikar Sinfóníunnar ­- 15. og 16. desember

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið hluti af hinum hefðbundna jólaundirbúningi hjá mörgum tónleikagestum. Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum verður skyggnst inn í íslensku baðstofuna þar sem gömlu jólasveinarnir og jólakötturinn hafa hreiðrað um sig. Einnig verður gullfalleg jólatónlist Jórunnar Viðar í forgrunni en tónskáldið hefði fagnað 100 ára afmæli á þessu ári.

Nemendur úr Listdansskóla Íslands túlka Jólakött Ingibjargar Þorbergs og Jólaóð Gunnars Þórðarsonar og Stúlknakór Reykjavíkur og Litlu sprotarnir flytja sígilda jólasöngva ásamt Valgerði Guðnadóttur og Kolbrúnu Völkudóttur. Ungir lúðraþeytarar koma fram með hljómsveitinni og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hringir inn jólin og flytur jólalög fyrir og eftir tónleikana.

Kynnir er trúðurinn Barbara og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.

Miða má nálgast hér.

Vocal Project– 15. desember

Vocal Project var stofnaður haustið 2010 af söngelskum vinum sem vildu hrista upp í kóraflórunni. Frá stofnun hefur kórinn einbeitt sér að óhefðbundnu lagavali þar sem verkefnalistinn telur allt frá ryþmískum verkum til vel þekktra popplaga. Kórinn er blandaður og syngur ýmist með undirleik eða án.

Kórstjórinn er Gunnar Ben – Mývetningur, hámenntaður tónlistarspegúlant og hljómborðsleikari í Skálmöld. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi og stýrir sínum söngvurum af stakri snilld. Meðlimir eru alla jafna á bilinu 70 – 80 manns sem hittast á þriðjudagskvöldum (og stundum oftar) til að búa til hljóð (og stundum hávaða) og hafa gaman. Tónleikar eru yfirleitt tvisvar á ári: á aðventunni eða strax á nýju ári og á vorin.

Kórinn ræðst almennt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hefur gaman af að koma sem víðast fram. Nú verðum við með tónleika án hljómsveitar og leyfum hljómnum í Guðríðarkirkju að njóta sín sem allra best. Þarna verða flutt ýmiskonar lög, flest í rólegri kantinum og jólalögin læðast aðeins með. Í þetta sinn verða flutt lög meðal annars frá Ed Sheeran, Pentatonix, Radiohead, Baggalút og Sarah McLachlan svo eitthvað sem nefnt.

Sætabrauðsdrengirnir – 14. og 17. desember 

Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara, verða í jólastuði í Selfosskirkju þann 14. desember og einnig í Laugarneskirkju þann 17. desember. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.

Það verður hátíðarbragur og eftirvænting í loftinu, jólagæsahúð! Strákarnir eiga samt mjög erfitt með að bregða ekki á leik af og til. Kvartettinn hélt stórskemmtilega jólatónleika í Norðurljósum, Hörpu, á síðasta ári og gerði víðreist um landið í sumar með íslensku dægurlagaprógrammi sem hlaut frábærar viðtökur.

Látið ekki þessa gleðitónleika fram hjá ykkur fara!

Miða má nálgast hér.

Hátíðartónleikar Eyþórs Inga – 8. – til 22. desember

Eyþór er án efa einn af okkar fremstu söngvarum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma.

Hér er á ferðinni létt, hugljúf og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór kemur fram einn síns liðs með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Sérstakir gestir eru kórar úr heimabyggð á hverjum stað fyrir sig.

30. nóvember Hafnarkirkja (Höfn í Hornafirði)
1. desember Fáskrúðsfjarðarkirkja – Örfáir miðar eftir
2. desember Egilstaðakirkja
3. desember Fosshótel Húsavík
5. desember Ísafjarðarkirkja
8. desember Lindakirkja Kópavogur – UPPSELT
9. desember Selfosskirkja – Örfáir miðar eftir
10. desember Landakirkja Vestmannaeyjum – UPPSELT
10. desember Landakirkja Vestmannaeyjum – Aukatónleikar kl. 22:15
13. desember Lindakirkja Kópavogur – Aukatónleikar – UPPSELT
14. desember Lindakirkja Kópavogur – Aukatónleikar
15. desember Grundafjarðarkirkja
16. desember Borgarneskirkja
17. desember Víðistaðakirkja (Hafnafjörður) – UPPSELT
19. desember Hljómahöllin Keflavík – Örfáir miðar eftir
21. desember Glerárkirkja Akureyri – UPPSELT
21. desember Glerárkirkja Akureyri – Aukatónleikar kl: 22:15
22. desember Dalvíkurkirkja – UPPSELT
22. desember Dalvíkurkirkja – Aukatónleikar kl: 22:15

Miða má nálgast hér.

Eivör, Jólatónleikar– 7. 8. og 9. desember

Eivör mun endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar hún var með fimm uppselda jólatónleika í Silfurbergi.

Þetta verða hlýlegir og notalegir tónleikar þar sem Eivör mun leika úrval sinna uppáhalds jólalaga ásamt hennar eigin lögum.

Góðir gestir taka lagið með henni.

Þetta verður sannkölluð töfrastund með Eivöru þar sem seiðandi tónlist hennar og kyngimagnaður flutningur mun ekki láta nokkurn mann

ósnortinn. Tryggðu þér miða strax því síðast komust færri að en vildu.

Miða má nálgast hér.

Á Hátíðlegu nótunum – Jólatónleikar Siggu Beinteins 7. og 8. desember

Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 7. og 8. desember. Þetta verða tíundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og fimmta árið sem þeir eru haldnir í Eldborg.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Fyrir síðustu jól var uppselt á tvenna ógleymanlega tónleika Siggu í Eldborg, en kvöldin voru sem töfrum líkust og stemningin sem myndaðist í salnum lét engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spila á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar vegleg þar sem falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.

Miða má nálgast hér.

 

The Las Vegas Christmas Show– 6., 7. og 8. desember 

Þessir einstöku tónleikar eru nú orðnir fastur liður á aðventu landsmanna og hafa fengið feikna góða dóma fyrir frábæran flutning, skemmtanagildi og fagmennsku í alla staði. Geir Ólafsson sjálfur er frábær söngvari og skemmtikraftur. Að hafa svo að baki sér sjálfan Don Randy og stórsveit hans er eitt og sér stórviðburður í íslensku tónlistarlífi og gefur þessum tónleikum algjöra sérstöðu. Þar að auki hefur hann með sér fjöldan allan af hæfileikafólki þar sem hann gefur ungu kynslóðinni ekki síður pláss en þeirri eldri.

Þetta árið mun Las Vegas Christmas Show ekki gefa fyrri sýningum neitt eftir. Blanda af heimsþekktum reynsluboltum, ungum stórefnilegum söngvurum og öllu þar á milli mun hljóma sem aldrei fyrr í Gamla Bíó í desember næstkomandi. Enn og aftur mun Don Randi mæta með The Quest Big Band og á dagkránni verða jólalög og standardar sem allir þekkja í einstökum flutningi Geirs og hans fríða flokks.

Það er með stolti sem kunngjört er að kynnir og “MC” verður hinn heimsþekkti leikari, tónlistarmaður og uppistandari Nick Jameson (24, Lost, King of Queens og fleiri).

Það verður því sannkölluð „glamour“ jólastemning að mæta í hátíðarkvöldverð í fagurlega skreyttum sal Gamla Bíó á aðventunni, í góðra vina hópi, neyta guðaveiga, gleyma öllu jólastressi og njóta Las Vegas Cristmas Show!

Miða má nálgast hér.

Aðventutónleikar Sinfoníunnar ­­­- 6. desember

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma verk eftir þrjá tónsmíðameistara 18. aldar. Jean-Philippe Rameau var eitt mesta óperutónskáld sinnar tíðar og „óperu-ballettinn“ Les indes galantes frá árinu 1735 er eitt hans vinsælasta verk, þar sem brugðið er upp ævintýralegum myndum úr Indíalöndum. Brandenborgarkonsertar Bachs eru meðal helstu hljómsveitarverka hans og eru yfirgripsmikil úttekt á konsertforminu. Verkin gera miklar kröfur til einleikaranna og á það ekki síst við um konsertinn nr. 2 sem saminn er fyrir trompet, flautu, óbó og fiðlu. Hér er það hinn ungi en bráðflinki Baldvin Oddsson sem mundar trompetinn og fær til liðs við sig nokkra framúrskarandi hljóðfæraleikara.

Mozart samdi Prag-sinfóníuna á hátindi ferilsins, um svipað leyti og óperuna Brúðkaup Fígarós. Það var einmitt velgengni síðarnefnda verksins í Prag sem varð til þess að Mozart samdi nýja sinfóníu borgarbúum til yndisauka, og hafði um það mörg orð að hvergi í heiminum kynnu áheyrendur að meta tónlist hans eins og þar. Hollenski hljómsveitarstjórinn Dirk Vermeulen er prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í Brussel og nýtur virðingar víða um heim fyrir innblásna túlkun sína á tónlist frá 17. og 18. öld. Hann stjórnaði Aðventutónleikum Sinfóníunnar árið 2014 með frábærum árangri.

Miða má nálgast hér.

Yfir fannhvíta jörð, Jólatónleikar Pálma Gunnars – 2. og 14. desember 

Það verður sannkölluð gleði- og friðarjólastemning í Hofi 2. desember næstkomandi þegar Pálmi Gunnars ætlar að syngja inn jólin á fallegustu tónleikum landsins.

Þar mun Pálmi taka öll sín bestu og vinsælustu jólalög ásamt nokkrum skemmtilega óvæntum slögurum.

Gleðin og léttleikinn verða að sjálfsögðu til staðar ásamt dassi af jólaanda.

Ekki þarf að fjölyrða um tónlistarferil Pálma enda fáir íslenskir tónlistarmenn sem eiga jafnlangan og farsælan feril að baki og hann.

Pálma til aðstoðar verður landslið hljóðfæraleikara ásamt nokkrum óvæntum gestum.

Miða má nálgast hér. 

Heima um jólin 2018  – 1., 7. og 8. desember 

Friðrik Ómar og Rigg viðburðir mæta í Salinn í desember og efna til jólaveislu eins og hún gerist best ásamt hljómsveit og gestasöngvurum. Saman flytja þau fjölbreytta efnisskrá þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér er gleðin við völd og andi jólanna svífur yfir. Síðast seldist upp á sex tónleika og komust færri að en vildu.

Gestasöngvarar verða Garðar Thor Cortes og Margrét Eir Hjartardóttir.

Miða má nálgast hér.

Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi, Jólatónleikar – 23. nóvember

Stórsöngvarana Eyþór Inga og Jóhönnu Guðrúnu þarf vart að kynna. Hvort um sig hafa þau haldið sólótónleika og jólatónleika fyrir fullu húsi  síðastliðin ár.  En núna munu þau í fyrsta skiptið halda jólatónleika saman.

Ásamt Jóhönnu Guðrúnu og Eyþóri Inga verður hljómsveit skipuð fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar, Gospelkór Jóns Vídalíns, og landslið tæknimanna.

Tónleikarnir verða samanbland af skemmtilegum jólastuðlögum, gæsahúðarlögum og glensi.

Því er þetta einstakt tækifæri til að byrja jólatíðina með þessum mögnuðu tónleikum.

Miða má nálgast hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“