fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Kynning

„Íslenskar konur eru skvísur fram eftir öllum aldri“

Kynning

Stíll, Síðumúla 34

Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með föt fyrir konur frá aldrinum um 25 ára og alveg upp úr. Það er nefnilega svo merkilegt að íslenskar konur eru skvísur fram eftir öllum aldri, þær verða mjög seint gamlar. Hingað kemur ein reglulega, sem er áttræð, og fatar sig upp,“ segir Guðný Kristín Erlingsdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Stíll, sem hún hefur rekið í 17 ár. Ákveðin þáttaskil urðu í rekstrinum þegar Guðný flutti verslunina af Laugavegi og upp í Síðumúla:

„Við erum í vissum skilningi frumbyggjar í þessari bylgju nýrra verslana hér síðustu misserin, við komum hingað með þeim fyrstu og margar hafa fylgt í kjölfarið. Okkur líkar rosalega vel hérna og mér finnst þetta vera orðinn nýi miðbærinn. Hér rölta oft um vinkvennahópar, ganga Síðumúlann og Ármúlann og kíkja í verslanir. Eftir að við fluttum hingað gátum við líka stækkað verslunina og aukið úrvalið, sem var mjög jákvætt,“ segir Guðný.

Mynd: Einar Ragnar

Stíll leggur áherslu á gæðavörur á hagstæðu verði. „Við svona rétt löfum í meðalverði, erum ekki með ódýrustu fötin í bænum en erum langt fyrir neðan þau dýrustu. Við leggjum mikla áherslu á gæðin og ég vil fullyrða að hér fá konur mjög góð föt á sanngjörnu verði. Það hefur líka hjálpað okkur að föt hafa almennt lækkað í verði, líka í innkaupum, og 15% tollaniðurfelling á innfluttum fatnaði sem átti sér stað fyrir tveimur árum hefur skilað sér beint inn í verðlagið hjá okkur.“

Stíll býður upp á klassísk föt sem henta konum á öllum aldri, í bland við tískusveiflur: „Við erum mikið úrval af buxum og kjólum í klassískum sniðum en síðan líka flíkur á borð við leggings-buxur og rifnar gallabuxur. Við erum líka með vítt stærðaval, frá 36 upp í 46, en ekki beinlínis yfirstærðir.“

Mynd: Einar Ragnar

Stíll leggur áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, léttan anda og að viðskiptavinum líði vel í versluninni. Að sögn Guðnýjar er mikil vinna að reka góða fataverslun og þetta sé bara starf fyrir þá sem vilja vera í því af lífi og sál: „Þó að ég hafi verið í þessum rekstri í 17 ár er ég alltaf jafnt spennt þegar það koma nýjar vörusendingar. Þetta er svo skemmtilegt.“

Hundurinn Hódor (eftir persónu úr Game of Thrones) er einstakur karakter og setur skemmtilegan svip á verslunina.

Hundurinn Hódor (eftir persónu úr Game of Thrones) er einstakur karakter og setur skemmtilegan svip á verslunina.

Mynd: Einar Ragnar

Gjafabréf í Stíl er klárlega góð tækifærisgjöf en Guðný bendir eiginmönnum líka á að skoða Facebook-síðuna www.facebook.com/stillfashion.is/ því þar birta konur oft góðar ábendingar til eiginmanna sinnar um gjafir.

Stíll er til húsa að Síðumúla 34 og er opin virka daga frá kl. 11 til 18 og laugardaga frá kl 11 til 16. Símanúmer er 551-4884.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“