fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Kynning

Bóksala stúdenta – Lifandi og skemmtilegt samfélag fyrir alla, stúdenta sem aðra

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóksala stúdenta er staðsett í hjarta háskólasamfélagsins, á Háskólatorgi, sem er við hlið aðalbyggingar Háskóla Íslands. Þangað sækir fjölbreyttur hópur fólks, stúdentar, starfsfólk HÍ, nágrannar og margir aðrir, enda torgið öllum opið og þar lífleg og skemmtileg stemning alla daga.

„Við skilgreinum okkur sem Bóksölu allra stúdenta, þjónustum alla nemendur og útvegum bækur og önnur námsgögn fyrir nemendur allra háskóla á Íslandi,“ segir Óttarr Proppé verslunarstjóri. „Sumir telja vegna nafnsins að við séum eingöngu bóksala fyrir HÍ, en svo er ekki, við erum fyrir alla.“

„Það sem mér finnst skemmtilegast við Bóksölu stúdenta er hvað hún þjónustar samfélagið á margan hátt, bæði háskólasamfélagið, alla námsmenn, þá sem búa í nágrenninu og almennt þá sem hafa áhuga á bókum,“ segir Óttarr. „Það er góð og skemmtileg stemning hjá okkur, eins og við viljum hafa það, alls konar fólk, bækur, leikföng, ritföng og hvaðeina, og bókakaffið okkar er falið leyndarmál,“ bætir hann við, en Bókakaffi stúdenta er í samstarfi við Te & Kaffi og með vörur og vélar frá þeim.

Hjá Bóksölu stúdenta fást ritföng og skólavörur fyrir öll skólastig, og alls konar bækur, bæði fræðibækur og almennar bækur, en að sögn Óttars eru um 12–15 þúsund titlar til í versluninni hverju sinni. Fáist bókin ekki í versluninni má nýta sér pöntunarþjónustuna.

„Við erum með öfluga sérpöntunarþjónustu og getum útvegað flestar fáanlegar bækur,“ segir Óttarr, en sú þjónusta er vinsæl og vex sífellt, enda býr bóksalan yfir öflugum vef og góðum tengslum við innlenda og erlenda útgefendur og forlög. „Áherslan er að við viljum þjónusta alla og útvega allar bækur sem óskað er eftir með sérstakri áherslu á fræðibækur.

Þessa dagana er allt að fara af stað, fólk á öllum aldri að byrja aftur í námi, sumir í fyrsta sinn og aðrir að koma aftur eftir mislanga fjarveru,“ segir Óttarr. „Þetta er skemmtilegur og lifandi tími, maður skynjar eftirvæntingu og það er mikið að gerast enda nýtt tímabil að hefjast. Það er gaman að vera þátttakandi í því.“

Bóksala stúdenta er með útibú í Háskólanum í Reykjavík við upphaf skólaárs og einnig eru bókalistar háskólanna komnir á vef Bóksölunnar. „Við finnum að fólk er að komast í gírinn, byrjað að undirbúa sig fyrir veturinn og við erum tilbúin til að taka á móti því.“

Bóksala stúdenta er á Háskólatorgi, Sæmundargötu 4. Síminn er 570-0777 og netfangið boksala@boksala.is. Opið er virka daga frá kl. 9–18, en alltaf er opið í vefversluninni á boksala.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni