fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Kynning

Kærkomið kaffihús í Hólmgarði

Kynning

Kaffihús var opnað í Sigurjónsbakaríi í sumar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Héðinsson hefur verið viðriðin bakarí frá árinu 1976 og hann hefur rekið Sigurjónsbakarí frá árinu 1988. Það er til húsa í Hólmgarði 2c, fyrir ofan miðbæinn í Keflavík. Þann 17. júní í sumaið 2017 opnaði Sigurjón síðan kaffihús í Hólmgarði og hefur það gert stormandi lukku.

„Ég var bara með 20 fermetra búð hérna en fór svo upp í 120 fermetra og þá var hægt að opna kaffihús. Þessu hefur verið tekið afskaplega vel enda fannst fólki vanta kaffihús í hverfið og nú er það komið,“ segir Sigurjón.
Staðurinn er opinn frá 7 á morgnana til 17.30 á virkum dögum og um helgar frá 8 til 17. „Það er súpa, brauð og pestó í hádeginu,“ segir Sigurjón þegar hann er beðinn um að nefna það sem vinsælast er á kaffihúsinu. Einnig hafa sérhannaðir kleinuhringir hans, svokallaðar Héðinsbollur, notið mikilla vinsælda, en sérstaða þeirra felst í miðjunni í kleinuhringnum. „Þetta er framleitt hér frá grunni eftir minni uppskrift. Það er allt of mikið um að bakarar selji innfluttar vörur en ég legg áherslu á að baka hér eftir mínum uppskriftum.“

Að sögn Sigurjóns er gestahópur kaffihússins í Sigurjónsbakaríi mjög fjölbreyttur og á öllum aldri. Vinnandi fólk fær sér gjarnan súpu og brauð í hádeginu og svo staldra oft við hópar eldri borgara á gönguferðum og fá sér kaffi. Þá eru krakkar úr fjölbrautaskólanum þegar farnir að venja komur sínar á kaffihúsið en skólinn er nýbyrjaður á haustönninni.
Vinnudagur bakara hefst snemma og Sigurjón þekkir ekkert annað en að vakna fyrir allar aldir og halda í vinnuna. „Við byrjum korter fyrir fimm og bakararnir vinna til kl. 14. Kaffihúsið er síðan opið áfram,“ segir Sigurjón. Hann segist ekki þurfa mikinn svefn, 4–5 tímar dugi honum ágætlega.

Sigurjón viðurkennir að bakstur sé mikil nákvæmnisvinna í dag. „Hér áður fyrr, þegar ég var að byrja í þessu, þá var slumpað meira. Til dæmis ein lúka af salti á móti einni skóflu af deigi. En svo hafa menn misstórar hendur. Í dag er allt vigtað nákvæmlega og ýtrustu gæðakröfur uppfylltar.“

Sigurjón rekur líka öfluga veisluþjónustu og sinnir jöfnum höndum brúðkaupsveislum, skírnarveislum, afmælum, erfidrykkjum og hvers konar öðrum samsætum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér veisluþjónustuna betur er bent á að hringja í síma 821-525 eða 421 -5255.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi