fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Kynning

Efstidalur: Einstök upplifun á fjölskyldureknum sveitabæ

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í uppsveitum Árnessýslu er Efstidalur þar sem rekinn er veitingastaður, ísbúð, hestaleiga og gisting. Gestir geta fylgst með kúnum og störfum í fjósinu um leið og þeir kaupa ís í ísbúðinni, notið veitinga beint frá býli og keypt afurðir beint af býli.

„Foreldrar okkar byrjuðu árið 1994 með hestaleigu og að fara með ferðamenn upp að Brúarfossi eftir Kóngsveginum sem liggur í gegnum landið okkar. Kóngsvegurinn er fyrsta heimildin um Gullna hringinn en hann var lagður árið 1907 fyrir Friðrik Danakonung frá Reykjavík alla leið að Gullfossi og Geysi,“ segir Sölvi Arnarsson, sem tók við rekstrinum á Efstadal af foreldrunum fyrir ári ásamt systrum sínum, Höllu Rós Arnarsdóttur og Guðrúnu Karitas og Lindu Dögg Snæbjörnsdætrum.


Systkinin í Efstadal: Sölvi, Guðrún, Linda og Halla.

„Árið 2002 byrjuðu foreldrar okkar með fjögur herbergi í heimagistingu. Mikið var að gera í því þannig að þau byggðu annað hús með 10 herbergjum sem hefur verið í  rekstri síðan 2005. Það var svo haustið 2012 sem við hófumst handa við að breyta hluta hlöðunnar í ísbúð og veitingastað, ásamt viðbyggingu fyrir ísvinnslu, eldhús, móttöku, bar og starfsmannaaðstöðu. Opnað var í byrjun júní árið 2013. Um þetta leyti var ferðaþjónustan á Íslandi mjög vaxandi, en ekki eru mörg ár síðan nánast enginn var á ferli frá september fram í maí.“

Hugmyndir foreldranna og rekstur hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá ferðamönnum. „Fólki finnst skemmtilegur sjarmi yfir þessu og matartengd ferðaþjónusta er alltaf að verða sterkari,“ segir Sölvi. „Við erum búin að vera nánast fullbókuð síðustu fimm ár í gistingu og margir þeirra fara í reiðtúr, en hestaleigan er opin á sumrin.

Þó að okkur finnist við bara úthverfi í Reykjavík finnst mörgum ferðamönnum vera agalega mikil sveit hjá okkur. Fyrsta árið voru Íslendingar 60–70% viðskiptavina okkar. Margir gesta okkar eru Íslendingar úr sumarbústöðunum hér allt um kring. Einnig finnst mörgum lítið mál að gera sér ferð úr Reykjavík, enda rétt um klukkustundar akstur.“


Þessi mynd er tekin í gamla íbúðarhúsinu, en stofunni hefur verið breytt í glæsilegt fjölskylduherbergi.


Fjölskylduherbergið er með sér baðherbergi.

Framleiðslan sýnileg á meðan matar er neytt

Í ísbúðinni á neðri hæðinni er hægt að fá bæði kúlaðan ís, sem er í takt við ítalska ísinn gelato og ís úr vél. Ísinn er heimatilbúinn og er hægt að fylgjast með framleiðslunni.

„Við sækjum mjólkina í fjósið á morgnana og búum til ísinn og gestir geta horft á ferlið í gegnum glugga úr ísbúðinni. Þú horfir bara á beljuna jórtra heyið hinum megin við gluggann. Það er mjög gaman þegar fólk spyr hvort þetta sé feik,“ segir Sölvi. Einnig eru gluggar á veitingastaðnum þar sem hægt er að fylgjast með kúnum. „Við vorum efins í fyrstu, á köflum, en raunin er að þetta eru vinsælustu borðin á staðnum.“


Hægt er að komast í návígi við litlu kálfana.

Matseðill breytilegur eftir umhverfi og hráefni

Veitingastaðurinn á efri hæðinni býður upp á fjölbreyttan mat. „Matseðillinn er á krítartöflu upp á vegg, þar sem hann er lifandi og breytilegur eftir umhverfi og hráefni,“ segir Sölvi.

„Við búum til eigin hamborgara úr kjöti sem við vinnum sjálf, nautasteikur sem við ræktum sjálf, svo erum við með íslenska lambið, silung sem er veiddur í Laugavatni og Apavatni. Salatið verður ekki ferskara, það kemur úr gróðurhúsunum hér í kring. Síðan erum við með nýjung á mateðlinum, pítsu sem við köllum „Meetza.“ Botninn er ekki brauðbotn, heldur hakkbotn. Við leikum okkur einnig með skyreftirrétti og osta.“

Einnig er í boði að fara á neðri hæðina í ísbúðina, sækja sér ís og koma með upp á veitingastaðinn.

Það verður enginn svikinn af ferð í Efstadal, hvort sem það er til gistingar í eina eða fleiri nætur, eða heimsókn í ísbúðina og veitingastaðinn. Upplifun sem er engri lík.


Hægt er að panta kynningu og smakk á mjólkurvörunum sem við framleiðum; feta, skyr, mysa og ís.

Efstidalur er opinn allt árið, nema hestaleigan aðeins yfir sumartímann.
Síminn er 486-1186 og 848-1622.

Heimasíða
Facebook


Við reynum að finna tilgang fyrir alla mögulega hluti til að gefa staðnum þennan skemmtilega sveitastíl.
Hérna má til dæmis sjá gamlar fjárhúsgrindur notaðar á skemmtilegan hátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni