Saxa er merkur og frægur sjávargoshver úti fyrir ströndum Stöðvarfjarðar sem gýs gjarnan í hvassviðri og vekur mikla aðdáun ferðamanna. Í höfuðið á þessari náttúruperlu er gisti- og veitingastaðurinn Saxa Guesthouse & cafe skírður.
Eigendur Saxa eru Ævar Ármannsson og Helena Hannesdóttir en á gistiheimilinu eru 16 herbergi og 31 rúm. Meirihluti gesta eru erlendir ferðamenn en staðurinn hentar líka vel til gistingar fyrir íslenska ferðamenn á ferðinni um landið í sumar. Hægt er að bóka gistingu einfaldlega með því að hringja í 5113055 eða með tölvupósti á netfangið saxa@saxa.is.
Saxa fær prýðilega dóma hjá notendum bókunarsíðunnar Booking.com og meðaleinkunnina 8,7.
Veitingastaðurinn á Saxa er fullkominn áningarstaður fyrir svanga ferðalanga á leið um Suðausturland. Veitingastaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá 11 á morgnana til 20 á kvöldin og gildir þessi tími út sumarmánuðina. Þungamiðjan er hádegisverður og kvöldverður en það er líka gott að fá sér síðdegishressingu, til dæmis kaffi og kökur eða rúgbrauð með laxi.
Þrír aðalréttir eru á matseðlinum: Ofnbakaður þorskur, plokkfiskur og lambakótelettur. Nokkrir smærri réttir eru líka á matseðlinum, til dæmis kjúklinganaggar.
Veitingastaðurinn tekur rúmlega 30 manns í sæti en auk þess er veitingasvæði utandyra sem er vinsælt þegar vel viðrar. Veitingastaðurinn er allvinsæll meðal ferðamanna sem eiga leið um héraðið.
Saxa Guesthouse & cafe er staðsett að Fjarðarbraut 41, Stöðvarfirði. Nánari upplýsingar um Saxa Guesthouse er að finna á booking.com og á Facebook-síðunni Saxa Guesthouse & Café.