fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Kynning

Fjölskrúðug fjölskylduhátíð: Írskir dagar á Akranesi 5. – 8. júlí

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lopapeysuballið, sandkastalakeppnin og götugrillið eru á meðal hápunkta hátíðarinnar Írskir dagar á Akranesi sem verður glæsilegri með hverju árinu sem líður. Mikið líf er í bænum meðan á hátíðinni stendur, höfðað er sterklega til fjölskyldufólks og brottfluttir Akurnesingar og vandamenn þeirra láta sjá sig í stórum hópum.

„Hátíðin hefst venjulega á fimmtudeginum en í ár þjófstörtum við með tveimur viðburðum með írskri skírskotun. Á þriðjudeginum 3. júlí sýna vinir okkar í leikfélagi Hómavíkur Halta Billa en leikritið gerist einmitt á Írlandi og er eftir írsk/breska höfundinn Martin Mc Conagh. Okkar frábæra fiðlusveit Slitnir Strengir verður svo með tónleika á miðvikudeginum þar sem írsk tónlist verður á efnisskránni. Á fimmtudeginum hejast svo Írskir dagar og meðal þess sem verður á boðstólnum er árleg grillveisla hjá Húsasmiðjunni, söguganga með innblásin af fullveldisafmælinu, tónleikar, sérsýning á írsku heimildarmyndinni School Life, Pub Quiz og lifandi tónlist á ýmsum stöðum bæjarins,“ segir Ella María Gunnardóttir, talsmaður hátíðarinnar.

Á föstudeginum byrja söluvagnar og leiktæki að streyma til bæjarins ásamt gestum. Yfir daginn verður líf og fjör við Akratorg þar sem verður markaðstjald, tónlist, dans, blöðrulistamaður og aðrar uppákonur. Síðdegis verður opnuð myndlistarsýning Önnu G. Torfadóttur í Akranesvita. Hápunktur föstudagsins að mati Ellu er þó götugrillið sem hefst kl. 18 og er á víð og dreif um bæinn. Í flestum götum bæjarins hafa íbúar skreytt nágrenni sitt í írsku fánalitunum og sameinast svo ásamt gestum sínum í fjölmennar grillveislur.Um kvöldið eru síðan stórtónleikar á hafnarsvæðinu þar sem Salka Sól, Jón Jónsson, Sverrir Bergmann og Albatross koma fram.

Hátíðin nær hámarki á laugardeginum: „Það er þéttpökkuð dagskrá frá morgni og fram á nótt. Um morguninn er opið golfmót, dorgveiðikeppni, sjósund og hin fræga sandkastalakeppni sem klárlega er einn af hápunktum hátíðarinnar, am.k. hjá minni fjölskyldu,“ segir Ella María. Fjölbreytt dagskrá er á Akratorgi og ýmislegt í gangi víða í bænum allan daginn. Meðal þess sem verður boðið upp á eru Bjarni töframaður, Húlladúllan og frumskóarferðalagið, Aron Hannes, BMX Bros, Sirkus Íslands, Madre mía, Blúsboltarnir og Dansstúdíó Írisar og síðast en ekki síst verður Rauðhærðasti Íslendingurinn 2018 valinn. Sá sem verður hlutskarpastur hlýtur flug fyrir tvo til Írlands í verðlaun frá Gamanferðum.

Stórstjörnur spila á Lopapeysuballinu

Um kvöldið er síðan mikið um dýrðir, að sögn Ellu Maríu:
„Klukkan tíu um kvöldið hefst brekkusöngur við knattspyrnuvöllinn sem hópurinn Club 71 stendur fyrir og í ár mun Ingó veðurguð vera við stjórnvölinn. Eftir brekkusönginn gengur allur skarinn síðan niður á Lopapeysuballið sem er nú haldið í 15. skipti.“

Á Lopapeysuballinu koma ávallt fram stærstu nöfnin í íslensku tónlistarlífi á hverjum tíma og í ár eru það Birgitta Haukdal, Emmsjé Gauti, Friðrik Dór, Jói Pé og Króli, Mugison, Paparnir, Páll Óskar, Stuðlabandið, Stefán Hilmarsson og fjöldinn allur af frábæru tónlistarfólki sem halda uppi stuðinu.

Lopapeysuballið fer fram bæði inni og úti. „Inni í gamalli sementsskemmu er leikið fyrir dansi á einu sviði, í tjaldi úti er síðan annað svið og síðan er stórt afgirt svæði úti þar sem er veitingasala.“

Á sunnudeginum tekur hátíðin að róast en þá er vinsælt hjá foreldrum að fara með börn sín í Garðalund þar sem Norðurál býður upp á leiksýninguna Gosa sem Leikhópurinn Lotta flytur. Þar verður funhiti á grillunum þannig að fólk getur smellt á grillin og átt virkilega notalega fjölskyldustund. Í ár verður jafnframt boðið uppá dagskrá á Smiðjuloftinu frá kl. 11-14 á sunnudeginum þar sem fjölskyldur geta farið í klifur, karókí og eitthvað fleira.

Frítt er inn á meirihluta viðburða á hátíðinni en m.a. selt inn á Lopapeysuballið og í leiktæki. Þá kostar jafnframt inn á tjaldsvæðið en yfir hátíðina er aldurstakmarkið þar 23 ár.

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á Facebook-síðunni Írskir dagar á Akranesi og vefslóðinni akranes.is/is/dagatal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb