fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Kynning

Samgönguminjasafnið í Stóragerði: Minjar um samgöngusögu Íslendinga varðveittar

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Gunnar Kr. Þórðarson bifvélavirkjameistari og Sólveig Jónasdóttir grunnskólakennari eiga og reka Samgönguminjasafnið í Stóragerði við Hófsós. Safnið var opnað formlega þann 26. júní 2004 þegar opnuð var 600 fermetra skemma með lítilli gestamóttöku.

„Þetta er fjórtánda sumarið okkar og safnið hefur verið í stöðugri uppbyggingu alla tíð,“ segir Sigríður I. Garðarsdóttir, tengdadóttir þeirra hjóna.

Gunnar byrjaði að safna samgönguminjum mjög ungur og henti aldrei neinu. Hann byrjaði að gera upp bíla um 1980 og er búinn að gera upp nokkra bíla af þeim sem eru á safninu. „Þeir vekja eftirtekt bílarnir sem hann hefur gert upp.“

Safnið var fyrst aðeins einkasafn, en þáverandi sveitarstjóri Skagafjarðar hvatti Gunnar til að opna safnið fyrir almenningi. Á þeim fjórtán árum sem safnið hefur verið opið hefur það stækkað að umfangi og byrjað var á því árið 2010 að stækka salinn, um 800 fermetra, og var því lokið að fullu árið 2013.

Í dag eru um 100 tæki til sýnis í salnum og um 200 bílar og tæki fyrir utan safnið. „Við erum með bíla, vélsleða, mótokrosshjól, dráttarvélar, flugþyt, rútur, strætó og í raun alls konar,“ segir Sigríður.

„Síðastliðin ár höfum við verið ótrúlega heppin með það að fólk gefur okkur tæki í toppstandi sem það vill að við varðveitum áfram.“

Safnið er opið yfir sumartímann fyrir almenning. „Því miður er ekki hægt að hafa opið allt árið því við eigum svo mikið af tækjum að sum standa úti á sumrin, því þurfum við að pakka öllu inn yfir veturinn,“ segir Sigríður.

Formlegur opnunartími Samgönguminjasafnsins er 1. júní til 30. september og er opið alla daga frá kl. 11–18. Nokkrum sinnum yfir sumarið er veglegt kaffihlaðborð sem er vel sótt af heimamönnum, sem og gestum. „Næst er það 1. júlí næstkomandi og á sama tíma er bæjarhátíð á Hofsósi sem er aðeins 12 kílómetrum frá safninu.“

Samgönguminjasafn Skagafjarðar er að Stóragerði við Hófsós, síminn er 845-7400.
Opnunartími er 1. júní til 30. september, alla daga frá kl. 13–18.
Utan þess tíma er opið fyrir hópa samkvæmt samkomulagi.
Heimasíða  og Facebook-síða.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“