fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Kynning

Bíóbú fagnar tímamótum: 15 ár síðan lífrænar mjólkurafurðir komu á markað

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Bíóbú sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum. Stofnendur eru hjónin Kristinn Oddsson og Dóra Ruf að Neðra-Hálsi í Kjós, sem er elsta sjálfstæða mjólkurbúið. Fyrirtækið byrjaði sem tilraun, en á býli þeirra myndaðist umframmjólk sem MS hafði ekki áhuga á að nýta. Hjónið stofnuðu því Bíóbú og fyrst komu þrjár tegundir af jógúrt á markað.

Vörunum var vel tekið af neytendum og bæst hefur við vöruframboðið, en vörur Bíóbú eru í sölu í helstu verslunum um land allt. „Í dag framleiðum við 15 vörutegundir; jógúrt, skyr, gríska jógúrt, mjólk og rjóma,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bíóbú, en þar starfa í dag 10 manns.

Vörurnar komu á markað 3. júní 2003 og fagnar því fyrirtækið 15 ára afmæli núna um sjómannadagshelgina. „Við höldum júní í heiðri,“ segir Helgi Rafn. „Afmælisvara er þó ekki á leið í verslanir, en hins vegar er vöruframboðið í sífelldri þróun og nokkrar nýjungar í vinnslu. Það er margt á döfinni hjá okkur, á næstu misserum koma fleiri nýjungar í ljós og vöruúrvalið verður aukið, sem dæmi má nefna að við erum að setja sýrðan rjóma á markað.“

Vinsælasta staka varan er mangójógúrtin og er hún jafnframt söluhæsta jógúrtin á landinu. Þess má líka geta að Bíóbú var fyrst mjólkurfyrirtækja til að framleiða gríska jógúrt og setja á markað. „Hún sló rækilega í gegn og núna eru allir farnir að framleiða gríska jógúrt,“ segir Helgi Rafn.

„Mig langar að koma á framfæri þakklæti til neytenda okkar, sem hafa verslað og látið sér líka við vörur Bíóbú.“

Allar upplýsingar um Bíóbú og vörur fyrirtækisins má fá á heimasíðunni, Facebook og í síma 587-4500.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt