fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Kynning

Nesbær: Notalegt kaffihús í náttúrufegurð Norðfjarðar

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nesbær kaffihús í Neskaupstað var stofnað 1. maí 1998 og átti því tvítugsafmæli fyrr í mánuðinum. Eigandi frá upphafi er Sigríður Þ. Vilhjálmsdóttir.

Nesbær er í stóru og fallegu húsi í hjarta miðbæjarins og áherslan er lögð á notalegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem léttir réttir og kökur eru á matseðlinum. „Þetta er svolítið eins og þú sért að koma í heimsókn til mín,“ segir Sigríður.

„Við erum með dæmigerðan kaffihúsamatseðil: létta rétti, súpu dagsins, crepes, fisk, samloku hússins og pizzur. Léttir rétti sem henta fyrir alla og eru á viðráðanlegu verði. Við reynum að verða við öllum óskum viðskiptavina okkar.“

Heimabakaðar kökur eru einnig á boðstólum og alltaf er boðið upp á köku mánaðarins, sem dæmi er kaka maímánaðar súkkulaðikaka.

Frítt net er í boði fyrir viðskiptavini.

En Nesbær býður ekki bara upp á mat því þar er einnig hægt að kaupa blóm, gjafavöru, lopa og íslenskar lopapeysur sem eru prjónaðar á staðnum.

„Í Neskaupstað og á Norðfirði er frábært náttúrusvæði, fallegar gönguleiðir og gaman að koma hingað og njóta náttúrunnar. Framundan eru tvær hátíðir þar sem íbúafjöldinn margfaldast: Eistnaflug er 11. – 14. júlí og Neistaflug um verslunarmannahelgina.“

Það er því tilvalið að kíkja við í Nesbæ á leið um Austurland, njóta heimilislegs andrúmslofts og ljúfra veitinga.

Nesbær er á Egilsbraut 5, Neskaupstað, síminn er 477-1115, netfangið er nesbaer@simnet.is.
Nesbær er á Facebook.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ