fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Fjöruhúsið: Fiskisúpa Sigríðar laðar gesti að

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 27. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjörukambinum við Hellnar á Snæfellsnesi má finna Fjöruhúsið, heimilislegt og vinalegt kaffihús, sem laðar til sín gesti sem vilja njóta veitinga í náttúrufegurð Snæfellsnes. Sérstaða kaffihússins felst í nálægðinni við náttúruna, en það hvílir alveg við fjöruna, sést ekki frá þjóðveginum og þar er ekki spiluð tónlist til að gestir geti hlustað á náttúruna.

„Þetta var svona einhver hugdetta,“ segir Sigríður aðspurð um af hverju hún opnaði kaffihúsið á sínum tíma. Hún hafði enga reynslu af kaffihúsarekstri, en vel hefur gengið og gestastraumur góður frá opnunartíma um páskana ár hvert þar til lokað er fyrir veturinn í október, nóvember, eftir því hvenær fólk hættir að koma að sögn Sigríðar.

Húsið sem kaffihúsið er í var reist í kringum 1930 og notað sem veiðarfærageymsla, þar til árið 1997 þegar Sigríði og eiginmanni hennar, Kristjáni Gunnlaugssyni, datt í hug að sniðugt væri að opna kaffihús í þessari gömlu veiðarfærageymslu. Fjöruhúsið fagnar því 21 árs afmæli nú í ár.

Á boðstólum er meðal annars aðall hússins, fiskisúpan, sem Sigríður matreiðir af snilld, auk þess sem léttir réttir, kökur og vöfflur eru í boði.

Opið er alla jafna frá kl. 11 á morgnana til kl. 21 á kvöldin, en opnunartíminn er ekki niðurnegldur.

Fjöruhúsið er að Hellnum, Snæfellsbæ, síminn er 435-6844 og netfangið er fjoruhusid@isl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“