fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Kynning

Erótískur dans eða frábær íþrótt sem kemur þér í toppform

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson, Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Polefitness og dans stúdíóið Eríal Pole hefur verið starfandi síðan september 2012 og sérhæfir sig í ýmsum og fjölbreyttum afbrigðum af súludansi. Á allra síðustu árum hefur þessi líkamsrækt orðið þekktari og vinsælli. „Þetta hefur verið dálítið tabú,“ segir Monika Konowski, annar eigenda Eríal Pole, en hún segir það ekkert feimnismál að súludans geti verið erótískur jafnframt því að vera hörkupúl og mjög holl líkamsrækt:

„Sumar vilja ekki nálgast þetta sem íþrótt heldur vilja bara dansa. Við tökum á móti öllum og erum með alla flóruna í þessu hér. Við erum með Lyru þar sem notast er við loftfimleikahringi og erum svo að fara að byrja með silki sem er annað loftfimleikaáhald. Einnig erum við með Flex liðleikatíma en þar er áherslan lögð á aukinn styrk og liðleika.
Síðan er það súlufitness á stigum eitt til fimm þar sem stig eitt er fyrir byrjendur og stig fimm fyrir þá sem eru lengst komnir; þar er lögð mikil áhersla á að auka styrk og þol og höfum við séð ótrúlegan árangur hjá nemendum sem hafa jafnvel engan bakgrunn í íþróttum. Auk þess erum við með opna tíma þar sem fólk getur komið og æft sig sjálft. Jafnframt erum við með danstíma þar sem kenndir eru alls konar súludansstílar, svo sem „contemporary pole“ og meiri „sensual“ dans. Hjá Eríal Pole er líka æfingaaðstaða með lóðum og tækjum þar sem nemendur geta æft samhliða námskeiðum og einnig er boðið upp á einkatíma.“

Fjölbreytnin er gífurleg en Eríal Pole leggur líka mikla áherslu á gæði kennslunnar og þjálfunarinnar: „Allir kennararnir hér eru með alþjóðlega viðurkennd kennararéttindi í faginu og við förum reglulega í gegnum símenntun. Kennarar frá Colorado og New York koma hingað einu sinn á ári og eru með fjögurra daga námskeið þar sem við erum átta tíma á dag að læra á fullu,“ segir Monika.

Súludans og fitness er afar holl líkamsrækt og segir Monika að það sem heillar mest sé að nemendur vinna eingöngu með sína eigin líkamsþyngd. Þessi íþrótt stóreykur liðleika, jafnvægi og þol auk þess að styrkja mjög vöðvana. Íþróttin byggir upp langa og vel tónaða vöðva og eflir líkamsímynd hjá þeim sem iðka hana af kappi.

Haldnar eru tvær keppnir í súludansi/polefitness á ári, Pole Theatre, sem er alþjóðleg keppni og mjög þekkt innan sportsins, og Pole Fit Open, sem er innlend keppni.

Eríal Pole er stærsta Pole Fitness og Pole dansstúdíó á landinu og er til húsa að Rauðarárstíg 31, Reykjavík, í bakhúsi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 770-2012 en auk þess eru ítarlegar og áhugaverðar upplýsingar á vefsíðunni erial.is. Þar er meðal annars að finna stundatöflu, upplýsingar um kennara, verðskrá og upplýsingar um alla tíma sem í boði eru. Næstu námskeið hjá Eríal Pole hefjast 5. febrúar og því er um að gera að kynna sér þessa áhugaverðu íþrótt og skrá sig á spennandi námskeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt