Skema er deild innan Opna háskólans í HR sem býður upp á forritunarkennslu fyrir börn. Skema býður upp á fjölbreytt námskeið sem gera börn hæfari til að fóta sig í heimi tölvutækninnar og efla þroska þeirra á margvíslegan annan hátt. Kennsluaðferðir Skema hafa verið þróaðar út frá rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði kennslunnar eru jákvæðni, myndræn framsetning og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að auðvelda börnum að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.
Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 4–16 ára. Þau efla allt í senn rökhugsun, sköpunarhæfni, félagsfærni, samvinnufærni, samskipti og sjálfsmynd, auk þess sem börnin eflast mjög í því að leysa þrautir.
Meðal námskeiða í boði í sumar eru C# forritun sem kemur mjög við sögu við þróun tölvuleikja, grunnnámskeið í forritun, Kano tölvan og python forritun en þar setja nemendur tölvuna sem þeir nota saman sjálfir, Minecraft-námskeið þar sem nemendur laga Minecraft-leikinn að eigin ímyndunarafli, Kodu-forritun þar sem krakkar kynnast hönnun tölvuleikja og leysa einföld stærðfræðiverkefni með tölvuleikjagerð, Maya þar sem áhersla er á þrívíddarhönnun og hreyfimyndir, og ýmis fleiri skyld námskeið.
Námskeiðin hjá Skema efla börn í leik og starfi og veita þeim forskot til framtíðar í heimi sem verður sífellt tæknivæddari.
Ítarlegar upplýsingar, þar á meðal stundaskrá, er að finna á www.skema.is. Þar er jafnframt hægt að skrá sig inn á námskeiðin.