fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Kynning

Bogfimisetrið: „Það er enginn of ungur eða of gamall til að æfa“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogfimisetrið var stofnað árið 2012 og er vinsælt hjá fjölskyldum, pörum, starfsmanna- og vinahópum að koma og æfa sig í bogfimi. Einnig mætir fjöldi iðkenda á öllum aldri reglulega og æfir sig.

Í sumar býður Bogfimisetrið upp á sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni á aldrinum 12–20 ára. Námskeiðin fara fram í júní og júlí og eru tvær æfingar á viku, mánudaga og miðvikudaga, frá kl. 16–17.30, þar sem iðkendur mæta og skjóta með þjálfara sem kennir. Námskeiðin er 8 vikur í heildina og kostar 25.000 kr. Allur búnaður fylgir, það þarf ekki að eiga boga eða annan búnað.

Iðkendum er skipt upp eftir getu frekar en aldri, en svæðin eru tvö: 12 metra braut og 18 metra braut. Á þessum 8 vikum geta iðkendur mætt utan námskeiðstímanna á öðrum tímum og æft sig að skjóta.

„Bogfimin er vinsæl hjá öllum aldurshópum og það er enginn of ungur eða of gamall til að æfa bogfimi,“ segir Ásdís Hafþórsdóttir hjá Bogfimisetrinu. „Yngsta barnið sem hefur skotið af boga hér var þriggja ára.“

Bogfimisetrið er í Dugguvogi 2 og fer skráning fram í síma 571-9330 alla daga frá kl. 16–22 og á netfanginu bogfimisetrid@bogfimisetrid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi