fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Kröst-hamborgarinn hefur slegið í gegn og ekki að ástæðulausu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Kröst í Mathöllinni á Hlemmi hefur vakið mikla lukku og stefna Böðvars LeMack matreiðslumanns hittir í mark á gestum Mathallarinnar: „Við reynum að framreiða heiðarlegan mat á Kröst og leggjum áherslu á rétti úr grillinu. Heitt prótein og kalt meðlæti, ef svo mætti að orði komast, og eins ferskt hráefni og völ er á hverju sinni. Við erum með lítinn en síbreytilegan matseðil enda alltaf að reyna að finna út hvað virkar best fyrir þennan matarmarkað,“ segir Böðvar.

Mynd: Svenni Speight

Einn af þeim réttum hjá Kröst sem hafa slegið rækilega í gegn er Kröst-hamborgarinn. Í Kröst-hamborgaranum er kjötið með tveim mismunandi grófleikum en það gerir áferðina einstaklega skemmtilega. Hann er borinn fram á dúnmjúku kartöflubrauði með Kröst-sósu sem m.a. inniheldur tómata, perur, púðursykur og eplaedik ásamt leynilegri kryddblöndu. Salatið er úr hvítlauk, selleríi og sýrðu majónesi. Á hamborgarann fer einnig gott franskt sinnep með hlynsírópi.

Böðvar kann vel við sig í Mathöllinni á Hlemmi enda staðurinn hans fengið afskaplega góðar viðtöku og stemningin í Mathöllinni þykir vera afbragð: „Íslendingar eru enn í miklum meirihluta gesta, sem er gott vegna þess að það eru fastagestir sem halda stöðunum uppi á meðan ferðamennirnir eru skemmtileg og kærkomin viðbót,“ segir Böðvar.
Staðurinn er opinn sunnudaga til fimmtudaga frá kl. 11 til 22 og laugardaga frá 11 til 23.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“