Fljótlegir og geymast vel
Amanda Cortes, bloggari á öskubuska.is, deilir ljúffengri uppskrift að hollum hafraklöttum. Fljótlegt er að gera hafraklattana, þeir geymast í kæli í 5–7 daga og lengur í frysti.
• 3 vel þroskaðir bananar
• ¼ bolli eplamauk án viðbætts sykurs
• 2 tsk. vanillu dropar
• 2¼ bolli hafrar
• ½ tsk. matarsódi
• ½ tsk. lyftiduft
• 1 tsk. kanill
• ¼ tsk. salt
• 1/3 bolli hnetur, fræ eða þurrkaðir ávextir
Hægt er að nota hnetur, fræ og ávexti eftir smekk. Í þessari uppskrift notaði Amanda pekanhnetur, þurrkuð trönuber og sólblómafræ. Einnig er gott að strá smávegis af fræjum yfir klattana áður en þeir fara í ofninn.
Malið hafrana í blandara og hrærið þeim við matarsóda, lyftiduft, kanil og salt. Stappið saman banana, eplamauk og vanilludropa og blandið saman við þurrefnin. Að lokum er hnetum, fræjum og ávöxtum blandað saman við með sleif.
Setjið deigið í bökunarform og stráið fræjum yfir. Bakið við 180°C í 15 mínútur. Leyfið klöttunum að kólna áður en þið skerið þá niður í hæfilega stærð.