Girnilegir réttir á gamalgrónum stað við höfnina
Kopar er í einni af verbúðunum við gömlu höfnina í Reykjavík, en þar hefur staðurinn verið í hringiðu mannlífsins í fimm ár, með frábært útsýni.
„Það sem leiddi okkur og fjárfesta okkar saman var að þeir voru búnir að fylgjast með þessu húsnæði og þeim fannst það ekki nógu vel nýtt fyrir þann straum af fólki sem gengur hér framhjá,“ segir Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur sem á og rekur staðinn ásamt Ástu Guðrúnu Óskarsdóttur. Þær hafa báðar góða reynslu úr veitingabransanum, Ylfa sem kokkur og Ásta sem þjónn.
„Á sama tíma vorum við Ásta að leita okkur að stað á öðrum stað í borginni, en vorum með okkar ákveðnu hugmyndir.“ Það má því segja að þau hafi smollið saman á réttum stað og réttum tíma með Kopar, sem hefur verið vinsæll meðal þeirra fjölmörgu gesta sem sækja höfnina heim og annarra.
Á staðnum eru fisk- og sjávarréttir í fyrirrúmi vegna nálægðar við höfnina, enda úrval af sjávarréttum mikið. „Við vinnum með að elda góðan og djúsí mat og reynum að hafa eitthvað fyrir alla. Við gerum nýjan rétt á hverjum degi, fisk dagsins, og hann er það vinsæll að hann klárast á hverjum degi. Við erum líka með lambafillet, sem við steikjum með fitunni sem er mjög vinsælt.“
„Við erum með nýjan hamborgara á matseðli í hádeginu, sem hefur enn ekki fengið nafn. Þetta er grillaður nautaborgari með piparosti, beikoni og barbíkjúsósu. Það sem gerir hann sérstakan fyrir utan að vera djúsí og grillaður, er að við notum eingöngu hreint nautahakk, brauðið er brioche-smjörbrauð sem við steikjum með smjöri og svo toppum við hann með djúpsteikri smágúrku (picklaðri gherkin). Við höfum notað brioche-brauðið frá opnun, smjörbragðið gefur meiri fyllingu.“
Svo er það smágúrkan, sem fólk er ýmist hrifið af eða alls ekki, þannig að við brugðum á það ráð að djúpsteikja hana þannig að hún verður „krispí“ að utan í svona deigi, síðan setjum við hana ofan á brauðið þannig að pinninn sem heldur borgaranum saman heldur í hana og því auðvelt að fjarlægja hana ef fólk vill.“
Með borgaranum fylgja kryddkartöflubátar, sem eru svakalega góðir og er boðið upp á val á milli chili-, gráðosta- eða béarnaisemajónes. Barbíkjúsósan er ráðandi a borgaranum sjálfum.
„Um helgina er Food and Fun í gangi og það eru örfá sæti laus hjá okkur á jaðartímum, ef fólk vill koma snemma eða seint. Það verður mikið fjör í miðbænum um helgina.
Kopar tekur 90 manns í sæti og er í anda New York, það er þröngt og kósí hjá okkur.“
Kopar er að Geirsgötu 3b, 101 Reykjavík. Síminn er 567-2700 og netfangið info@koparrestaurant.is.
Heimasíða er koparrestaurant.is. og á Facebook.
Kopar er opið virka daga í hádeginu frá kl. 11.30–14.00 og öll kvöld frá kl. 17.00–22.30 (föstudaga og laugardaga til kl. 23.30).