fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Hágrét yfir Nágrönnum og brotnaði saman í lok fréttatímans: Íslenskar konur opna sig um meðgönguna

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónin gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðgöngunni og stendur það oft yfir í nokkra mánuði eftir fæðinguna.

Flestar mæður búa yfir skemmtilegum sögum frá þeim tíma er hormónin héldu um taumana og stjórnuðu sálarlífinu sem endaði stundum með ósköpum.

Hér er að finna ótal frásagnir frá íslenskum mæðrum sem deila fyndnum og vandræðalegum augnablikum frá því að þær gengu með barn undir belti.

°°

Ég grét alltaf þegar ég sá lokin á fréttatímanum. Þá meina ég þegar fréttaþulurinn sagði: „Við ætlum að ljúka þessum fréttatíma á svipmyndum frá Tjörninni í Reykjavík.“

Hormónin gera það að verkum að hvað sem er getur fengið konur til þess að fella tár.
Grátið við minnsta tilefni Hormónin gera það að verkum að hvað sem er getur fengið konur til þess að fella tár.

°°

Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn Nágranna þegar einhverjir unglingar í þáttunum lentu í bílslysi. Það kom læknir á staðinn og reyndi að bjarga þeim úr bílnum en skar sig á hendinni. Ég fór að hágrenja og á sama tíma hringdi mamma í mig og spurði mig hvað væri eiginlega í gangi. Ég útskýrði það fyrir henni og hún fékk áfall og fór að spyrja mig nánar út í það hvaða nágrannar mínir þetta hafi verið. Þá svaraði ég henni, enn þá grenjandi: „Neiiii, í sjónvarpinu“. Og þá sprakk hún úr hlátri.

°°

Ég fékk mikla áráttu fyrir því að dýfa banana ofan í kók og sjúga svo kókið af og dýfa aftur þegar ég var ólétt að mínu fyrsta barni. Mér fannst þetta ekkert athugavert fyrr en fólk fór að nefna það við mig að það væri nú hálf furðulegt að ég væri sjúgandi banana hvar og hvenær sem er.

°°

Ég átti við mikið minnisleysi að stríða þegar ég var ólétt. Í eitt skipti ætlaði ég að stökkva út í búð en fattaði að ég hafði gleymt veskinu mínu þegar ég var lögð af stað. Ég keyrði því til baka og fór alla leið upp á þriðju hæð. Fékk mér vatnsglas og fór svo aftur út í bíl. Keyrði út götuna og áttaði mig þá á því að ég hafði aftur gleymt veskinu. Ég keyrði því aftur til baka og gekk aftur upp á þriðju hæð, fór að pissa og aftur út. Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt veskinu í þriðja sinn þá fór ég til baka, beint upp, sótti veskið og keyrði svo grenjandi út í búð og mundi svo ekkert hvað það var sem ég ætlaði að kaupa.

°°

Þegar ég var ólétt síðast, fyrir næstum því sex árum, langaði mig svo hrikalega mikið í Subway-bát að ég gat ekki hugsað um neitt annað. Við kærasti minn sátum úti í bíl og ég bað hann um að keyra mig út á Skaga en við búum í Borgarnesi. Hann nennti því alls ekki og fór inn, en ég sat í frekjukasti dauðans, hágrenjandi úti í bíl, hringjandi í hann og sendandi skilaboð því ég átti svo mikið bágt. Loksins gafst hann upp og keyrði mig út á Skaga til þess að kaupa Subway. Um daginn komumst við að því að ég er aftur ólétt og hann tilkynnti mér strax að hann ætlaði sko EKKI með mig aftur út á Skaga fyrir einn Subway-bát, sama hversu mikið ég myndi suða.

°°

Ég missti vatnið klukkan 2.20, kallinn minn var í vinnunni og kom og sótti mig til þess að keyra mig á fæðingardeildina í Keflavík. Ég var með mikla samdrætti og var másandi og hvásandi í bílnum. Þegar við nálguðumst N1 í Hafnarfirði æpti ég á hann að ég YRÐI að fá Tívolí Lurk svo hann fór þangað inn og keypti handa mér tvo Lurka. Við vorum svo komin inn á sjúkrahús klukkan 4.20 og drengurinn fæddist 6.20. Þetta var besti ís sem ég hef fengið og kallinn minn var sko alveg búin að læra að það er best að hlýða óléttri konu. Jafnvel á síðustu metrunum!

°°

Ég barðist við löngunina í að kaupa mér sement og borða það

Ég var alveg lyktarsjúk á síðustu meðgöngu. Ég keyrði í gegnum Hvalfjarðargöngin með rúðuna niðri því mér fannst mengunarlyktin svo góð, ég vökvaði blauta mold til þess að finna lyktina af henni, elskaði ísskápslyktina, og þvoði oft hreinan þvott aftur af því að mér fannst lyktin af blautum þvotti svo góð. Eitt skipti þá týndi maðurinn minn mér í Hagkaupum og fann mig þar sniffandi af öllum gúmmístígvélunum. Svo fannst mér lyktin af sementi svo unaðsleg að ég var nokkrum sinnum beðin um að yfirgefa byggingarsvæðið hjá Deloitte-turninum í Kópavogi, ég barðist við löngunina í að kaupa mér sement og borða það!

°°

Þegar ég var ólétt vann ég í Smáralindinni og við barnsfaðir minn vorum bara á einum bíl. Ég keyrði á bílnum í vinnuna um morguninn og hringdi svo í mömmu og bað hana um að skutla mér heim eftir vinnu. Svo þegar barnsfaðir minn kom heim ætlaði hann út í búð og spurði mig hvar ég hafði lagt bílnum. Ég kannaðist ekkert við það þar til ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt honum í Smáralindinni.

°°

Ég talaði einu sinni ekki við kærastann minn í heilt kvöld og grenjaði og grenjaði af því að hann sat úti í bíl í fimm mínútur eftir að hann kom á planið til þess að klára símtal. Ég hélt að hann vildi ekki koma inn af því að ég var svo leiðinleg ólétt.

°°

Ég var með svakalega ógleði alla síðustu meðgöngu og hélt engu niðri. Það eina sem ég gat borðað voru Bónus-kanilsnúðar sem ég dýfði ofan í jarðarberjajógúrt. Eitt kvöldið kláraði kallinn minn snúðana og ég fór að hágráta. Ég tapaði mér svo algjörlega og skipaði honum að koma sér út.

°°

Fékk æði fyrir því að borða Morgunblaðið

Eitt skipti þegar ég var ólétt fékk ég æði fyrir því að borða Morgunblaðið. Ég prófaði Fréttablaðið en það var ekki eins gott svo ég gerðist áskrifandi að Mogganum í þrjá mánuði.

°°

Ég og vinkona mín vorum óléttar á sama tíma. Við fengum báðar æði fyrir tannkremi og við sátum fyrir framan sjónvarpið hvor með sína túbuna.

°°

Þegar ég var ólétt að mínu öðru barni bjó ég í Mexíkó. Ég var með algjört æði fyrir lakkrís en hann var auðvitað ekki til þar. Einn daginn keypti ég mér ný rúmföt og koddaverið var svart. Um nóttina dreymdi mig að ég væri að borða lakkrís og fannst ég finna bragðið. Þetta var æðislegur draumur og ég svo glöð að vera að bragða á þessu sælgæti. Vaknaði svo um morguninn með eitt bandið af koddaverinu upp í mér.

°°

Flestar konur kannast við skapofsaköstin sem gera reglulega vart við sig þegar þær eru óléttar.
Skapofsaköst Flestar konur kannast við skapofsaköstin sem gera reglulega vart við sig þegar þær eru óléttar.

Þegar ég var ólétt að elsta barninu mínu þá hótaði ég barnsföður mínum að ég myndi drepa hann út af því að hann kom með volgt kók handa mér. Þetta hefði ekki verið eins slæmt ef þetta hefði ekki verið á miðju Ingólfstorgi á 17. júní fyrir framan fjölda fólks. Það héldu allir að hann hefði gert mér eitthvað en þá stóð ég bara grenjandi og sagðist bara vilja ískalt kók.

°°

Karlinn bauðst til þess að hjálpa mér með þvottinn þegar ég var ólétt að yngra barninu. Hann braut handklæðin ekki saman eins og ég vildi að þau ættu að vera þannig að ég fór að grenja og var miður mín.

°°

Ég elskaði tjöruhreinsilykt og var alltaf með tusku hjá mér með tjöruhreinsi í svo ég gæti sniffað. Kærasti minn faldi svo tjöruhreinsibrúsann svo ég myndi hætta þessu en ég grét svo mikið að hann lét mig fá brúsann aftur. Ég tala nú ekki um Scrubstone-efnið, ég var alltaf næstum því farin að éta það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi