fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Bón og þvottur í hálfa öld

Kynning

Bón- og þvottastöðin fagnar fimmtugsafmæli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. febrúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bón- og þvottastöðin er rótgróið fyrirtæki sem ávallt hefur verið í takt við tímann. Að sögn Ara Rafns Vilbergssonar framkvæmdastjóra var Bón- og þvottastöðin fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin á Íslandi en hún var stofnuð árið 1968. Stöðin hóf reksturinn í Sóltúni og var þar samfleytt í nærri 40 ár – eða allt til ársins 2007. Í dag státar Bón- og þvottastöðin af sérlega glæsilegri bílaþvottastöð að Grjóthálsi 10, við hliðina á Skeljungi við Vesturlandsveginn.

Einungis handþvottur – engir kústar eða burstar

„Í boði hjá okkur er öll sú meðferð sem nýtist best til þess að þrífa bílinn og bóna hann af natni, eins og tjöruhreinsun, háþrýstiþvottur, handþvottur, bón og þurrkun á sjö mínútum,“ segir Ari. „Bílaþvotturinn er allur unninn í höndunum með svömpum, bón er síðan sett á bílinn og loks þurrkað með míkrófíber-klútum. Við leggjum einungis stund á handþvott sem við teljum veita besta árangurinn og notum hvorki kústa né bursta.“

Byltingarkennd glæný leið til að bóna bílinn

„Bón- og þvottastöðin tók nýlega í notkun glænýja bónaðferð sem kallast Gullfoss og hefur slegið í gegn hjá okkur,“ segir Ari.

„Um er að ræða þá skemmtilegu viðbót að fá allsherjar bón á bílinn sem endist mun lengur og veitir líka aukinn gljáa. Gullfoss er ný og byltingarkennd aðferð við að bera bón á bíla. Bíllinn fer þá í gegnum vegg af þykku lagi af bóni sem rennur í alla króka og kima á bílnum auk þess sem litadýrðin gleður augað.“

Ummæli ánægðra viðskiptavina:

„Algjörir snillingar og frábær þjónusta.“
„5 stjörnu þvottastöð!“
„Ég ætla aldrei aftur að þvo bílinn minn sjálfur …“
„Fæ alltaf afbragðsþjónustu og glampandi hreinan bíl hjá þessum snillingum!“

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Bón- og þvottastöðin
Grjóthálsi 10
110 Reykjavík
Sími: 588-1010
Opnunartími: Virka daga: 8.00–18.00, laugardaga: 10.00–16.00
www.bon.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“