fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusKynning

Egill Gillz: Ekki treysta Einari frænda á lagernum

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Einarsson skrifar:

Á hverjum degi koma pistlar frá fólki heilsugeiranum í fjölmiðlum. Það er bombað alls konar upplýsingum á hinn almenna borgara sem verður eðlilega hálf ringlaður við þetta. Þetta þarf samt ekki að vera svona flókið.

Ef Einar frændi þinn á lagernum segir þér frá nýja safakúrnum sem hann er að fara á, þá er góð regla að láta það fara inn um annað og út um hitt.

Ég er hrifinn af því að fólk setji stefnuna á að bæta almenna heilsu meðan það er að koma sér í form fyrir Nauthólsvíkina. Þú getur lúkkað eins og Matthew McConaughey en samt verið á hraðferð í átt að sykursýki 2 út af ofneyslu á lélegum unnum kolvetnum.

En hvernig bætirðu heilsuna? Það er mjög einfalt, með því að hætta að borða RUSL. Ég ætla að leyfa mér að vitna í hinn virta plötusnúð DJ Muscleboy: „If you eat shit, you become shit.“ Þetta er bara ekki flóknara en þetta.

Reyndu að minnka sykurinn eins og þú getur. Þú nærð kannski ekki að kötta hann alveg út en þú getur minnkað hann. Reyndu að hafa brauð, pasta og aðrar unnar kornvörur í algjöru lágmarki. Minnkaðu jurtaolíur í mataræði þínu. Ef þú ert að elda, notaðu þá bara smjör eða ólífuolíu til dæmis. Þessar jurtaolíur eru eitur, á tandurhreinni íslensku. Það þreytta er að þetta drasl er í öllu. Aldrei nota smjörlíki.

Eitthvert mesta svindl mannkynssögunar er þessi fæðupýramídi þar sem brauð, morgunkorn, pasta o.s.frv. á að vera undirstaða fæðunnar eða 6–11 „servings“ á dag. Þvílíka kjaftæðið. Svo eru ennþá til íslenskir næringarfræðingar sem nota þennan löngu úrelta ameríska ruslkolvetnapýramída sem Landlæknisembættið á Íslandi hefur aldrei nokkurn tímann mælt með.

Af og til drepur brauð þig ekki. Ef þú þarft að borða það veldu þá gæði. Segðu svo bless við þetta unna morgunkorn. Já meira segja Cheerios.

Láttu undirstöðuna í mataræðinu vera grænmeti, kjöt, fisk, hnetur, möndlur, ávexti, baunir, fræ, egg. Sætar kartöflur eða brún grjón með mat er sniðugt. Ekkert að því að grípa svo í hleðslu, hámark, gríska jógúrt eða skyr í millimál. Veldu bara týpurnar sem eru án viðbætts sykurs.

Lokaðu svo bara á þér munninum eftir 20.00 á kvöldin. Þú hvílist betur og líkaminn þarf að fá að gera við sig á nóttunni. Hann getur það ekki ef hann er upptekinn við að melta.

Ég mæli með að borðað sé vel af laxinum til að fá mikið af omega-3. Svo er til dæmis íslenska lambið hátt í omega-3 líka. Við þurfum að reyna að minnka omega-6 í mataræðinu og auka omega-3 inntökuna á móti. Með því að kötta út jurtaolíur og borða meira af laxinum þá ertu strax á góðri leið. Þegar þú færð þér egg passaðu að þau séu frá lausagönguhænum.

Ekki gleyma svo að hafa gaman af þessu. Ef þú leyfir þér aldrei neitt þá muntu springa og detta út. Þú þarft ekki að hætta að fá þer kaldan yfir enska boltanum eða köku þegar þú ferð í barnaafmæli. Þegar þú horfir til baka yfir árið þegar þú skálar á áramótunum, þá skiptir mestu máli að hafa verið heilt yfir góður í matnum. Þá ertu í toppmálum.

Gangi ykkur vel og góðar stundir!

Kveðja,
Egill Einarsson, íþróttafræðingur
Fjarþjálfun Egils má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi