fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Skautasvellið í Egilshöll: Tveir fyrir einn á Valentínusardaginn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egilshöll, Fossaleyni 1 Reykjavík, var opnuð árið 2002 og tveimur árum síðar hófst rekstur skautasvellsins þar. Það hefur yfirleitt verið opið á veturna en lokað á sumrin. Í seinni tíð er svellið hins vegar opið fyrir hópa í sérpantaða tíma á sumrin líka en eftirspurn hefur aukist mikið, annars vegar frá erlendum ferðamönnum og hins vegar frá íslenskum fyrirtækjum sem mæta með starfsmannahópa í skautatíma, en það þykir vera fyrirtaks hópefli. Barnaafmæli á skautasvellinu eru líka afskaplega vinsæl.

Skautasvellið er opið á miðvikudögum og föstudögum frá 17 til 19 og laugardaga og sunnudaga frá 13 til 16. Skautaleiga er á staðnum. Einstaklingar þurfa ekki að panta tíma til að komast á skauta en ef um hópa er að ræða, til dæmis starfsmannahópa eða barnaafmæli, er hringt í síma 664-9604 og pantaður tími.

„Við notum sérstakan íshefil sem heitir Zamboni til að þrífa skautasvellið. Hefilinn sker efsta lagið af og setur nýtt lag í staðinn,“ segir Egill Gómez, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Egilshallar, þegar hann er beðinn um að útskýra hvernig maður viðheldur vélfrystu skautasvelli inni í húsinu. „Snjórinn sem safnast saman fer í stóran kassa sem er framan á heflinum og að lokum er sett 60 gráðu heitt vatn ofan á klakann en þannig verður skautasvellið spegilslétt.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tilboð á Valentínusardaginn

Það er ákaflega rómantískt og klassískt að fara með elskunni sinni á skauta og er þetta kjörin dægrastytting fyrir pör og hjón í lok vinnudagsins á Valentínusardaginn, næstkomandi miðvikudag, en þá er skautasvellið einmitt opið frá 17 til 19.

„Í tilefni dagsins verður tveir fyrir einn tilboð á svellið,“ segir Egill. Þetta ætti að hvetja ástfangin pör enn frekar til að gera daginn ógleymanlegan með rómantískri skautaferð á skautasvellið í Egilshöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“