fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Unnur Óla einkaþjálfari: Frábært að sjá fólk ná markmiðum sínum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mjög gefandi starf. Mér finnst þetta algjört æði. Það er svo frábært að geta hjálpað fólki og gert því kleift að ná markmiðum sínum, en vanalega komum við okkur saman um markmið sem viðkomandi ætlar sér að ná á tilteknum tíma, en mikilvægt er að setja sér skammtíma sem og langtíma markmið sem eru raunhæf,“ segir Unnur Óla, einkaþjálfari í Sporthúsinu Kópavogi. Unnur, sem verður þrítug á þessu ári, hefur stundað íþróttir og líkamsrækt frá unga aldri. Hún hefur keppt á 12 fitness-mótum frá árinu 2008 og orðið bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í módelfitness.
Þrátt fyrir mikla keppnisreynslu liggur áhugi Unnar fyrst og fremst í bættri heilsu og auknum lífsgæðum, eða eins og Unnur segir: „Að líða vel í eigin skinni er ekki sjálfgefið og þarf í mörgum tilfellum hjálp við það.“ Það lá því beint við fyrir hana að fara í nám í einkaþjálfun og útskrifaðist hún með einkaþjálfararéttindi frá íþróttaakademíu Keilis í janúar 2016. Skömmu síðar gerði hún samning við Sporthúsið í Kópavogi og hefur síðan þá starfað við einkaþjálfun með frábærum árangri.

Að sögn Unnar er fjölbreyttur hópur fólks hjá henni í einkaþjálfun, bæði konur og karlar, og með mismunandi markmið eftir ólíku ástandi sínu. „Meirihlutinn er samt með þessi týpísku markmið, að vilja missa kíló, styrkjast og auka þol. En ég er líka með nokkra sem vilja bæta á sig vöðvamassa, styrkja og móta líkamann, sem og fólk með einhvers konar meiðsli sem þarf að vinna með. Það hendir að grannvaxið fólk sé ekki í góðu formi og skorti mjög vöðvastyrk og þol þó að óneitanlega þurfi meirihlutinn að missa fitu en allir eiga það sameiginlegt að vilja líða vel líkamlega og andlega og er mikilvægt að einblína ekki bara á einhverja tölu á vigtinni,“ segir Unnur. „Mataræðið skiptir gríðarlega miklu máli, miklu meira máli en ég held að fólki geri sér grein fyrir en það virðist vera það sem flestum finnst hvað erfiðast, það er svo mikilvægt að hver og einn finni sinn gullna meðalveg í mataræði, því boð og bönn eru ekkert spennandi en það hentar ekki öllum það sama.“
Þeir sem æfa hjá Unni eru alla jafna mjög lengi hjá henni í þjálfun sem vekur hjá henni ánægju: „Þetta segir manni að maður sé að gera eitthvað rétt. Örfáir hafa verið skemur hjá mér en í þrjá mánuði og ég er með marga sem hafa verið hjá mér í yfir ár. Það er einstaklingsbundið hvað fólk þarf langan tíma undir handleiðslu einkaþjálfara. Sumir þurfa bara einn mánuð til að koma sér í gang eftir til dæmis frí, veikindi eða hreinlega til að fá fjölbreytni í æfingarnar sínar, en hafa sjálfstraustið og agann til að halda síðan áfram sjálfir. Á meðan aðrir hafa minni viljastyrk og þurfa miklu meira og lengra aðhald.“
Unnur Óla býður bæði upp á einkaþjálfun og þjálfun í litlum hópum. Til að panta þjálfun eða fá nánari upplýsingar er best að senda tölvupóst á netfangið unnurola@unnurola.is, hringja í síma 660-6433 eða senda skilaboð á Facebook-síðunni www.facebook.com/UnnurOla. Unnur er líka með opinn Snapchat-aðgang þar sem nokkur þúsund manns fylgjast með henni daglega, SC: unnurolaiak, sem og Instagram.com/unnurola.is.

Source: dv

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“